TÖLN1GT05

TÖLN 1GT05 - Grunnur í tölvunotkun

Viðfangsefni: Word, Excel, PowerPoint o.fl.
Lýsing: Í áfanganum læra nemendur að nota ritvinnsluhugbúnað til að setja upp og skrifa ritgerðir og skýrslur, töflureikni og glæruforrit til að setja fram upplýsingar á margvíslegu formi við vinnslu verkefna í námi sínu o.fl.
Forkröfur: Engar
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • uppsetningu ritvinnsluskjals og helstu verkfærum MS. Word ritvinnsluforritsins
 • uppbyggingu MS. Excel töflureiknisins og helstu verkfærum þess
 • helstu verkfærum MS. Powerpoint – skjákynningarforritsins
 • uppbyggingu almenns tölvuumhverfis, s.s. skráargeymslu, skýja og vefkennslukerfa
 • mikilvægi þess að vanda sig í samskiptum í tölvupósti og á neti og notkun heimilda
 • eðli tölvuumhverfis, afla gagna og vinna úr þeim og miðla upplýsingum á skapandi hátt.
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • leita í upplýsingasöfnum og ræða tölvutengd efni og vinna í tölvum á skipulegan hátt
 • afla gagna, flokka gögn, vinna úr þeim og miðla upplýsingum á gagnrýninn og vandaðan hátt
 • nota hjálpartexta og leiðbeiningar við uppsetningu ritgerða með efnisyfirliti og heimildaskrá
 • setja inn í töflureikni formúlur til útreikninga og búa til töflur og gröf með vandaði framsetningu
 • undirbúa sjálfstætt efni, setja upp glærur og kynna efni þeirra
 • skrifa ritgerðir í ritvinnsluforriti, gera skýrslur og setja fram gögn í ritvinnslu eða töflureikni
 • samtvinna notkun ritvinnslu og töflureiknis og meðhöndla skipulega gögn í tölvum
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • nota ritvinnslu, töflureikni, Power Point og samnýtingu þeirra við verkefnavinnu
 • nota og vísa í heimildir á löglegan og gagnrýnin hátt
 • ákveða hvaða forrit henti hverju viðfangsefni, taka þátt í umræðu um verkefni sín og annara nemenda