BÓKM3HS05

BÓKM 3HS05 - Klassískar bókmenntir

Viðfangsefni: Höfuðskáld evrópu
Lýsing: Þverfaglegur áfangi. Nemendur velja sér eitt tungumál til að vinna með: ensku, dönsku, spænsku, þýsku, frönsku eða íslensku. Áfanginn byggir á orðaforða, ritun, málfræði og lestri. Unnið er út frá ákveðnum þemum og verkefnum. Miðað er við stig 3 skv. Evrópsku tungumálamöppunni. Áhersla á verk eftir höfuðskáld Evrópu, ritun þeirra og stíl, auk ljóða. Skoðuð eru tengsl þeirra við samfélag nútímans.  Dæmi um höfunda og verk: Homer (Illyad og Odyssey); Sophocles (Oedipus Rex); Aristophanes (Lysistrata); Virgil (Aeneid); Horace (Odes); Dante (The Divine Comedy); Giovanni (Decameron); Geoffrey Chaucer (The Canterbury Tales); Cervantes (Don Quixote); Skakespeare (Romeo and Juliet); Voltaire (Candide); Grimm (Sleeping Beauty); Hugo (Les Miserables); Dostoyevsky (Crime and Punishment); Tolstoy (War and Peace); Zola (L’æuvre).
Forkröfur: Vera samhliða í, eða búin með, áfanga á 2. hæfniþrepi í a.m.k. tveimur tungumálum.
 
 
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • menningu í alþjóðlegu samhengi
 • hefðum sem eiga við um talað og ritað mál
 • mismunandi mál- og ritsniði
 • helstu bókmenntaverkum Evrópu
 
Leikniviðmið:  Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • skilja sérhæfðan texta bókmennta
 • nota tungumálið á sveigjanlegan og árangursríkan hátt
 • beita ritmáli í fræðilegum tilgangi, með stílbrigðum og málsniði sem á við
 • beita ritmáli í persónlegum tilgangi, með stílbrigðum og málsniði sem á við
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og stjórnmálalegt samhengi í texta
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • átta sig á mismunandi málsniði og stíl í töluðu máli og undirliggjandi viðhorfum
 • beita rithefðum sem við eiga um textasmíð
 • skrifa læsilegan og vel uppbyggðan texta um sérvalið efni
 • vinna úr ýmsum upplýsingaveitum á ábyrgan og viðeigandi hátt
 • tjá tilfinningar, nota hugarflugið og beita mismunandi stílbrögðum
 • skrifa texta með röksemdafærslu þar sem koma fram rök með og á móti
 • greina sögulegt, félagslegt, menningarlegt og stjórnmálalegt samhengi í texta