KVIK3EV05

KVIK 3EV05 - Evrópskar kvikmyndir

Viðfangsefni: kvikmyndir, saga og menning
Lýsing: Þverfaglegur áfangi. Nemendur velja sér eitt tungumál til að vinna með:  ensku, dönsku, spænsku, þýsku, frönsku eða íslensku. Í áfanganum, sem er þverfaglegur tungumálaáfangi er menning og saga Evrópu skoðuð í gegnum kvikmyndir. Sjónum er m.a. beint að fyrri og síðari heimstyrjöldinni, menningu og innflytjendum og áhrifum þessara þátta á samfélag og tíðaranda viðkomandi landa.
Forkröfur: Vera samhliða í, eða búin með, áfanga á 2.hæfniþrepi í a.m.k. tveimur tungumálum.
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
 • helstu stefnum í evrópskri kvikmyndagerð á 20.öldinni
 • sögu og menningu Evrópu í stóru samhengi
 • orðaforða tengdu viðfangsefni áfangans í þeim tungumálum sem hann leggur stund á
 • áhrifum viðhorfa og gilda mismunandi þjóða  til að fjalla um ákveðnu efni
 
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
 • setja fram skýra munnlega og skriflega kvikmyndarýni
 • afla sér heimilda um efni kvikmynda
 • vinna með sérhæfðan orðaforða kvikmynda á mismunandi tungumálum
 • hlusta á ólík tungumál og öðlast betri skilning á töluðu máli
 
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
 • geta útskýrt þjóðfélagslegar aðstæður og sögulegt samhengi kvikmynda
 • greina mismunandi framsetningu ákveðins viðfangsefnis á milli kvikmynda frá mismunandi löndum
 • greina og vinna með heimildir og nýta þær til umfjöllunar og túlkunar kvikmynda
 • miðla viðfangsefni kvikmynda á gagnrýninn hátt