Félagslíf nemenda

NEMENDAFÉLAG FLENSBORGARSKÓLANS

 

Hvað gerir aðalstjórn?

Aðalstjórn NFF er stjórn nemendafélags Flensborgarskólans í Hafnarfirði.

Aðalstjórn sér um að afla styrkja og skipuleggja samstarf við fyrirtæki í hag nemenda skólans.

Aðalstjórn heldur böll og aðra viðburði í samstarfi við aðrar miðstjórnarnefndir.

Aðalstjórn passar líka upp á það að öllum líði vel innan veggja skólans og að félagslífið sé upp á 10.

 

Hverjir eru í aðalstjórn og hverju sinna þeir?

Í stjórn NFF skólaárið 2021-2022 eru:

 • Oddviti - Birkir Ólafsson

            Hann er formaður nemendafélagsins.
            Birkir mætir á skólaráðsfundi og er aðal milliliður nemendafélagsins og skólaráðs.

 • Framkvæmdastjóri – Steindór Máni Auðunsson

            Hann er hægri hönd oddvitans.
            Steindór passar upp á það að allir séu alveg örugglega að standa sig.

 • Markaðsstjóri –Andri Freyr Björnsson

  Andri Freyr er markaðsstjóri nemendafélagsins.
  Hann sér um að finna trausta styrktaraðilla sem hjálpa m.a. nemendafélaginu fjárhagslega.
  Einnig sér hann um auglýsingasölu og almenna markaðssetningu skólans.

 • Gjaldkeri – Ísak Leví Jónsson

            Ísak Leví er gjaldkeri nemendafélagsins.
            Hann passar upp á það að peningur nemendafélagsins fari í félagslífið í þeim tilgangi að bæta              það.

 • Skemmtanastjóri – Birgitta Rún Ólafsdóttir

            Hún er skemmtanastjóri nemendafélagsins og sér um, ásamt nefndinni,  t.d um minni viðburði                og að nemendur séu aldrei í fýlu.

 • Formaður Málfundarfélagsins – Sandra Líf Einarsdóttir

            Sandra er formaður málfundarfélagsins.
            Hún sér um MORFÍs og Gettu betur.

 • Ritari – Dagbjört Ylfa Ólafsdóttir

            Dagbjört Ylfa er ritari nemendafélagsins.
            Hún gefur út skólablöð með ritnefndinni og skrifar fundargerðir.

Kórinn 

Kór Flensborgarskólans hefur starfað um langt skeið og er ómissandi þáttur í lífi skólans. Hann kemur fram við hefðbundin tækifæri eins og til dæmis skólaslit en starfar þó fyrst og fremst á eigin forsendum, þar sem hann skipuleggur starf sitt, dagskrá og tónleikahald að eigin frumkvæði og vilja. Kórstarf er metið til eininga í frjálsu vali, inn á listnámssvið og/eða inn á Opna braut. Inntökupróf í kórinn eru haldin í upphafi hverrar annar en einnig er hægt að velja áfangann þegar val fer fram. Síðast söng kór Flensborgarskólans við útskriftarathöfn vorið 2020. Vegna aðstæðna var útbúið myndband sem sýnt var á stóra tjaldi Hamarssals, sjá hér fyrir neðan.

Kórinn var ekki starfandi skólaárið 2020-2021 vegna aðstæðna. Hrafnhildur Blomsterberg er kórstjóri skólans.

 

Leiklist 

Leiklist er starfrækt í skólanum. Á haustin er almenn kennsla í leiklist en síðar eru leikrit færð upp á vorönn. Leiklist er metin til eininga í frjálsu vali, inn á listnámssvið og/eða inn á Opna braut. Áfanginn á haustin er opin öllum nemendum. Á vorönn er sett upp leikrit og geta nemendur sótt um að taka þátt í þeim uppsetningum, sem leikarar eða þátttakendur í öðrum verkefnum. Það er leikfélag Flensborgarskóla sem að setur upp sýningu og allt utanumhald vegna hennar. Fjölbreytt leikritaval hefur einkennt sýningaskrá skólans, árið 2019 var Pitch Perfekt sýnt við dúndrandi lófaklapp áhorfenda. Mamma Mía var sýnt tvisvar áður en fyrsta samkomubann vegna COVID-19 var sett á Íslandi vorið 2020 og sömu sögu má segja um Drop-Out, sýningu leikfélagsins vorið 2021, en þá var forsýnt tvisvar kvöldið áður en samkomutakmarkanir voru hertar í lok mars.