Leikhús

Leikfélag Flensborgarskólans stendur fyrir námskeiðum í samstarfi við Gaflaraleikhúsið. Yfirleitt eru almenn námskeið á haustönn og leiksýning sett upp á vorönn. Vorið 2017 setti félagið upp söngleikinn Mormónabókina eftir Trey Parker og Matt Stone.

Leikstjóri er Björk Jakobsdóttir.

Árið 2016 setti leikhópurinn upp frumsamið leikrit, Harmleikana, sem þau unnu með leikstjóranum, Eyvindi Karlssyni. 

Næsta verkefni leikfélagsins er leikgerð kvikmyndarinnar Pitch Perfect. Það verður sviðsett í febrúar 2018.