Íþróttaafrekssvið

 

Íþróttaafrekssvið

Uppsetning sviðs:

Námsgrein   Einingar
 Afreksáfangar ( á öllum önnum)  12
 Íþróttafræði (sálfræði og næringarfræði)  10
 Íþróttameiðsl (forvarnir, meðhöndlun og endurhæfing   2
 Skyndihjálp RKÍ   1

 

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar) og íþróttafélögin. 

Íþróttaafrekssvið er hluti af námsbrautum til stúdentsprófs. Séráfangar sviðsins eru ýmist hjá skólanum eða viðkomandi íþróttafélagi. Tilgangurinn er að efla ungt íþróttafólk og búa það undir að stunda íþróttir sem atvinnumenn eða afreksmenn. 

Komið er til móts við nemendur á íþróttaafrekssviði t.d. vegna keppnisferða með tilhliðrun prófa og verkefna.

Nemandi kemst á íþróttaafrekssvið ef skólinn og viðkomandi félag/deild innan ÍBH samþykkja. Nemendur utan ÍBH geta verið á sviðinu ef samkomulag tekst á milli skólans og hlutaðeigandi deildar.

Skipulag afrekssviðsins er á þann veg að á hverri önn tekur nemandi tveggja eininga afreksáfanga með æfingum og líkamsstyrktarþjálfun. Að auki lýkur nemandinn tveimur íþróttafræðiáföngum, þar sem umfjöllunarefnin eru m.a. íþróttasálfræði, markmiðasetning, næringarfræði og þjálffræði, og tveimur styttri námskeiðum, í skyndihjálp og meðhöndlun íþróttameiðsla.

Hægt er að skoða tengingu við brautir hérna:Verkefnastjóri sviðsins er Díana Guðjónsdóttir

diana@flensborg.is