Starfsbraut

Starfsbraut

Starfsbraut er fjögurra ára námsúrræði ætlað nemendum sem þurfa einstaklingsmiðað nám vegna fötlunar og sértækra námsörðugleika. Námið er ætlað að veita nemendum góða, almenna undirstöðuþekkingu með áherslu á undirbúning fyrir lífið, atvinnuþátttöku og/eða frekara nám. Áhersla er á að styrkja náms-, starfs, og félagslega stöðu nemenda ásamt samskiptahæfni og sjálfstrausti.
Námið er einstaklingsmiðað og aðlagað að hverjum og einum, þannig geta áherslur og þátttaka í áföngum verið mismunandi á námstímabilinu.

 

 

 

Kjarni  169 einingar

 

Íslenska

1AL05

1LD05

1AF05

1YL05

1GÍ05

1TJ05

1LK05

1HÁ05

 

 

Stærðfræði

1GS05

1GB05

1BM05

1EF05

 

 

 

 

 

 

Enska

1LR05

1HE05

1OÁ05

1LM05

 

 

 

 

 

 

Lífsleikni

1ÉS03

1HS03

1JS03

1KF05

1FÉ03

1VE03

1KY03

 

 

 

Heilsuefling

1ST03

1ST03

1ST03

1ST03

 

 

 

 

 

 

Félagsfærni

1FS03

1FE03

1FH03

 

 

 

 

 

 

 

Upplýsinga- og tölvutækni

1RN03

1VL03

1MM03

 

 

 

 

 

 

Landafræði

1LÍ03

1NH03

 

 

 

 

 

 

 

 

Náttúruvísindi

1PD03

1EE03

1NA03

 

 

 

 

 

 

 

Íslandssaga

1SÍ03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Matreiðsla

1MA03

1HS03

 

 

 

 

 

 

 

 

Starfsfræðsla

1SA03

1JV03

1RS03

1NS03

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Val

71 eining. Í frjálsu áfangavali eru þeir valáfangar sem eru í boði á starfsbraut. Nemendur velja valáfanga brautarinnar og annað námsframboð skólans eftir því sem við á. Fjöldi áfanga og einingafjöldi sem nemendur velja er einstaklingsbundinn. Markmiðið er að bjóða nemendum upp á fjölbreytt og einstaklingsmiðað nám.

 

 

Nám á starfsbraut skiptist í kjarna og frjálst val í samræmi við áherslur á öðrum brautum skólans. Í kjarna eru skylduáfangar brautarinnar. Valáfanga taka nemendur jafnt og þétt í náminu samhliða kjarnaáföngum. 
Áhersluþættir valáfanga eru: Heilsuefling og lífsstíll, upplýsinga - og tölvutækni og skapandi greinar.
Nemendur á starfsbraut geta jafnframt valið að stunda nám í áföngum á öðrum brautum skólans með eða án aðstoðar stuðningsfulltrúa. 
 
Að loknu námi skal nemandi hafa hæfni til að
 
 • þekkja og nýta eigin styrkleika
 • sjálfstæðrar ákvarðanatöku og frumkvæðis
 • styrkja eigin sjálfsmynd
 • tjá eigin skoðanir og líðan
 • geta átt jákvæð og uppbyggileg samskipti og samstarf við annað fólk
 • taka sjálfstæðar ákvarðanir varðandi eigin framtíð
 • nýta sér læsi í víðu samhengi
 • nota þekkingu sína og færni við lausn fjölbreyttra verkefna í lífi og starfi
 • virða fjölbreytileika mannlífsins og sjónarmið annarra
 • njóta umhverfisins, virða það og nýta á skynsamlegan hátt
 • lesa í og/eða nýta sér mismunandi upplýsingar í umhverfinu og á samfélagsmiðlum
 • vera þátttakandi á vinnumarkað að námi loknu
 • taka virkan þátt í lýðræðisþjóðfélagi