Undirbúningsnám

Undirbúningsnám

Undirbúningsnám er fyrir nemendur sem uppfylla ekki inntökuskilyrði á stúdentsbrautir skólans. Nemandi tekur undirbúningsáfanga í því / þeim fögum sem námsárangri er ábótavant en stundar nám í almennum áföngum í öðrum greinum. Áfangaval nemanda að öðru leyti er byggt á þeim markmiðum sem nemandinn setur sér um framhaldið. Hann hefur val um að:
  • ljúka skilgreindu námi á 1. og 2. hæfniþrepi og útskrifast með framhaldsskólapróf,
  • ljúka bóklegum hluta starfsnáms og halda því næst í verknámsskóla,
  • ná viðmiðum inn á stúdentsbraut og hefja nám á henni.

Áhersla er lögð á að bæta undirstöðu nemenda í almennum bóklegum kjarnagreinum. Nemendur velja einnig áfanga í greinum sem hæfa áhugasviði þeirra. Skólinn leitast við að bjóða upp á fjölbreytta áfanga fyrir þennan nemendahóp.

Skipulag náms á 1. þrepi miðað við grunnskólaeinkunnir:

 

 Námsgrein
 1. hæfniþrep
 2. hæfniþrep
   D C og C+ B, B+ og A
 Íslenska  1UB05  1MR05  2HU05
 Stærðfræði  1UA05 1UB05  1AR05  2HG05
 Enska  1GM05  1MF05  2HF05
   D og C  C+  B, B+ og A
 Danska 
 1GR05  1TO05  2FD05