HÖNN 1HÖ03 (ST) - Hönnun
Viðfangsefni: Hönnun.
Lýsing: Í áfanganum fá nemendur að spreyta sig á ólíkri tækni, aðferðum og efnum innan hönnunar. Nemandinn fær þjálfun í að móta eigin hugmyndir í efni og beita hagnýtum vinnubrögðum sem gætu nýst í tómstundum síðar meir. Lögð er megin áhersla á endurnýtanleg efni og að hönnunarvinna gefi nemandanum innsýn í hönnun og handverk. Áhersla er lögð á að nýta upplýsinga- og margmiðlunartækni.
Forkröfur: Engar
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
ferli frá hugmynd að fullunnu verki
formum, línum og rými
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:·
nýta upplýsingatækni við leit að hugmyndum og mótun þeirra
skipuleggja eigið vinnuferli og sýna vandvirkni í vinnu
vinna með endurnýtanleg efni í listsköpun og hönnun
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
nýta hæfni sína í listrænni vinnu og sköpun
sjá möguleika í endurnýtingu gamalla hluta
sjá möguleika á endurnýtingu efna og vistvænum áhrifum þess