FRAN 2MÞ05 - Menning og þjóðfélag, 4. áfangi í frönsku
Viðfangsefni: Menning og þjóðfélagsmál
Lýsing: Áfram er unnið að aukinni færni nemenda í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Málfræðigrunnur er styrktur og orðaforði aukinn jafnt og þétt. Unnið er með efni af ýmsu tagi, svo sem rauntexta á mismunandi þyngdarstigi, hlustunar- og myndefni. Meiri áhersla er lögð á vinnu með þematengt efni en áður. Samhliða þessari vinnu er lesin léttlestrarbók og ýmis verkefni unnin út frá henni. Nemendur eru áfram þjálfaðir í sjálfstæðum vinnubrögðum, m.a. í ýmiss konar verkefnum í tengslum við þemu áfangans og fá meiri þjálfun í að tjá sig í ræðu og riti.
Forkröfur: FRAN 1ME05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- almennum og sérhæfðari orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
- öllum helstu grundvallarþáttum franska málkerfisins auk nokkurra sérhæfðari þátta
- ýmsum almennum aðstæðum í daglegu lífi, menningu og siðum í Frakklandi og í öðrum frönskumælandi löndum
- notkun frönskunnar til að mæta hæfniviðmiðum áfangans bæði munnlega og skriflega
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- skilja talað mál um kunnugleg efni og greina aðalatriði í fjölmiðlum, þegar fjallað er um afmörkuð málefni
- skilja fjölbreytilega texta um margvísleg efni, svo sem bókmenntatexta og tímaritsgreinar
- taka þátt í samtölum um afmörkuð og undirbúin efni og geta beitt málfari við hæfi
- skiptast á skoðunum við aðra um framtíðaráform og önnur málefni sem tengjast áfanganum
- halda stutta kynningu á efni sem hann hefur undirbúið fyrirfram
- skrifa texta af fjölbreyttara tagi en áður um efni sem tengist viðfangsefnum áfangans og geti beitt til þess mismunandi sagnatíðum
- vinna á sjálfstæðan hátt með upplýsingatækni og önnur hjálpargögn
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skilja aðalatriði daglegs máls, svo sem samræður og fjölmiðlaefni
- lesa sér til upplýsingar og ánægju efni af hæfilegu þyngdarstigi
- taka þátt í einföldum skoðanaskiptum og færa rök fyrir máli sínu
- fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann þekkir
- meta eigið vinnuframlag og stöðu sem og samnemenda sinna
- nýta markvissar en áður upplýsingatækni og ýmis hjálpargögn við textasmíð