SÁLF 4FS05 - Félagssálfræði
Viðfangsefni: Félagssálfræði, persónuleikasálfræði, greind og persónuleikinn
Lýsing: Hegðun, hugsun og viðhorf skoðuð í félagslegu samhengi. Kynntar eru rannsóknir á staðalmyndum, viðhorfum, hjálpsemi, hlýðni og eignun. Kenningar og staðreyndir um greind, vitsmunaþroska og greindarmælingar eru kynntar auk þess sem fjallað er um nokkrar gerðir greindarprófa. Sálfræðileg próf á ýmsum sviðum skoðuð. Kenningar um persónuleika og persónuleikamat tekið fyrir. Fjallað um mismunandi tegundir persónuleikaprófa. Ýmis álitamál á þessu sviði skoðuð með áherslu á að nemandi geti tekið sjálfstæða, vel rökstudda afstöðu til álitamála varðandi félagssálfræði, persónuleikasálfræði og greind.
Forkröfur: 10 einingar í sálfræði á 3ja þrepi
Þekkingarviðmið: nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- persónuleikasálfræði, helstu hugtökum hennar og rannsóknaraðferðum
- félagssálfræði, helstu hugtökum hennar og rannsóknaraðferðum
- sálfræðilegum prófum og hvernig á að meðhöndla og túlka niðurstöður úr þeim
- kenningum um félagsleg samskipti og áhrifum félagslegra samskipta á hegðun, einstaklinginn og frammistöðu hans
- greindarhugtakinu og mismunandi kenningum um greind
- persónuleika og mismunandi skoðunum fræðimanna á sálfræðilegum prófum og notkun þeirra
- áhrifum erfða og umhverfis á mótun mannlegra eiginleika
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- greina samskiptamynstur einstaklinga og hópa í umhverfi sínu
- skoða og taka sálfræðileg próf og leggja mat á prófin og niðurstöðurnar
- undirbúa og taka þátt í rökræðum um efni áfangans
- beita hugtökum persónuleika- og félagssálfræðinnar
- leita traustra heimilda og vitna til þeirra á viðurkenndan hátt
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hefur aflað sér til að:
- beita vísindalegri hugsun, upplýsingaleit og mati á upplýsingum
- að vinna með rannsóknarniðurstöður greinarinnar, lesa úr niðurstöðum og leggja mat á bæði rannsóknina og niðurstöðurnar
- vinna sjálfstætt úr sálfræðilegum gögnum og leggja mat á þau
- miðla því sem hann hefur lært í áfanganum
- leggja mat á eigin vinnu og vinnu annarra nemenda í áfanganum