FORR 3FV05 - Verkefnaáfangi
Viðfangsefni: Forritun stórt verkefni
Lýsing: Áfanginn samanstendur af gluggaforritun. Notast er við C# forritunarmálið. Nemendur nýta sér þá þekkingu sem þeir hafa öðlast í fyrri áföngum við lausnir verkefna. Þeir þurfa að sýna fram á mjög sjálfstæð vinnubrögð við lausnir smærri sem stærri verkefna.
Forkröfur: FORR2FF05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- uppbyggingu flóknari forrita með vinnsluklösum og –föllum
- hlutbundinni forritun
- texta- og fylkjavinnslu
- helstu röðunaralgrímum
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja upp flóknari forrit með vinnsluklösum og –föllum
- forrita með hlutbundinni aðferðafræði
- forrita með texta- og fylkjavinnslu
- raða gögnum með helstu röðunaralgrímum
- vinna sjálfstætt við forritun og hönnun
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- byggja upp flóknari forrit með notkun klasa og falla
- byggja upp forrit með hlutbundinni aðferðafræði
- forrita lausnir sem reyna á texta- og fylkjavinnslu
- þekkja helstu röðunaralgrím, skilvirkni þeirra og hvenær hvert þeirra hentar best miðað við fyrirliggjandi gögn