STÆR 4SH05 - Föll og samfeldni, valáfangi á raunvísindabraut
Viðfangsefni: Stærðfræðigreining, föll, samfelldni, deildanleiki, markgildi, raðir
Lýsing: Formleg skilgreining falla, skilgreiningar-, bak- og myndmengi, vaxandi og minnkandi föll, eintækni, átækni, gagntækni, margliður, ræð föll, könnun fyrsta og annarsstigs tölugildisfalla, markgildi, samfelldni og deildanleiki, max-min, notkun á aðferð Newton-Raphson, klemmuregla, millilgildisregla, regla Rolles, regla L´Hopital, Taylor margliður og raðir, samleitnipróf. Í áfanganum er lögð hersla á sjálfstæð vinnubrögð og hópvinnu. Nemendur eru hvattir til að vinna saman, ræða um verkefni og lausnir.
Forkröfur: STÆR 3HD05
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- undirstöðueiginleikum samfelldra og deildanlegra falla
- samleitniprófunum
- óendanleika talnakerfisins
- formlegri skilgreiningu falla
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- nota reglur sem koma fram í lýsingu áfangans til lausnar verkefna
- beita stærðfræðilegri framsetningu viðkomandi námsefnis og túlkun táknmálsins í mæltu máli
- nota forritið Geogebru til teikninga á ferlum
- setja fram valdar sannanir
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega og á viðeigandi hátt
- geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta
- beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum