LEIS 3IN05 - Leiðsögn innanlands
Viðfangsefni: Leiðarlýsingar, ritun og tjáning
Lýsing: Áfanginn er þverfaglegur. Nemendur velja sér eitt tungumál til að vinna með: ensku, dönsku, spænsku, þýsku, frönsku eða íslensku. Í áfanganum vinna nemendur með leiðarlýsingar og leiðsögn fyrir erlenda ferðamenn um ákveðna landshluta á Íslandi. Nemendur fá þjálfun í að setja saman texta um menningu, sögu, samfélag, jarðfræði, plöntur og dýr á því tungumáli sem þeir kjósa, sem þeir svo flytja munnlega. Einnig verður fjallað um miðlun ferðakynningarefnis. Nemendur fara í styttri vettvangsferðir og fá að spreyta sig á leiðsögn í heimabyggð.
Forkröfur: FERÐ2FÞ05 eða LAND2LA05 og vera búin með, eða vera samhliða í, áfanga á 2. hæfniþrepi í viðkomandi tungumáli
Þekkingarviðmið: Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
- miðlun ferðakynningarefnis
- sérhæfðum orðaforða á viðkomandi tungumáli
- hefðum sem eiga við um talað og ritað mál
- undirstöðuatriðum í framsögn, framkomu og upplestri
- helstu ferðamannastöðum innanlands og sérkennum þeirra
Leikniviðmið: Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- tjá sig af öryggi frammi fyrir áheyrendum með sérhæfðum orðaforða
- lýsa á áheyrilegan og skýran hátt því sem fyrir augu ber
- draga saman upplýsingar úr ýmiss konar heimildum og nýta við eigin textagerð
- segja frá og lýsa helstu ferðamannastöðum í ræðu og riti
Hæfniviðmið: Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- vinna úr ýmsum upplýsingaveitum á ábyrgan og viðeigandi hátt og nýta við textasmíð
- geta flutt vel uppbyggða frásögn og brugðist við fyrirspurnum
- fjalla um land og þjóð á ábyrgan hátt