Málabraut

Málabrautarnemandi að fara á 2. námsár:

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Þá þarftu alla að taka.

 Hér er áfangaframboð haustannarinnar.

 Hér er langtímaáfangaframboðið.

 Svona velurðu í Innu

Brautarlýsingin er hér (og afrekssviðið hér).

Ég reikna með að þú sért byrjaður/byrjuð á 3. tungumáli. Mikilvægt er að halda áfram í því. 

Eðlilegt er að halda áfram í íslensku og gott er að ljúka stærðfræðinni í kjarnanum.

Hér eru leiðbeiningar um leiðina í gegnum íslenskunaenskuna og stærðfræðina.

Viðbótar íslenskuáfangar eru í boði, skoðaðu þá vel og veldu sem hluta af bundnu vali brautarinnar.

Í bundnu vali eru fremur fáir málabrautaráfangar, enda er brautin fámenn. Veldu DANS2KB05 ef þú ert búin(n) með 2FD05. 

Veldu LEIS3IN05 sem er áfangi um leiðsögn innanlands. Undanfari er FERÐ2FÞ05 eða LAND2LA05.

Byrjaðu á 4. tungumáli ef þú ætlar að taka það. FRAN1EL05 er í boði og hann er ekki á hverri önn.

Viðbótaráfangar í ensku eru ENSK3KM05, ENSK3FA05 og ENSK3TV05. Þeir eru allir í bundnu vali á brautinni.

Ekki velja umhverfisfræðina strax, þú þarft að vera komin(n) á 3. hæfniþrep í íslensku og ensku áður en þú tekur hana. Hún er eiginlega 3. árs áfangi.

Þú átt að velja HÁMA1HV02 (sem er 3. áfangi) og svo geturðu valið úr heilsueflingaráföngum að taka. Allir nemendur (nema afreksíþróttanemendur) taka þrjá áfanga.

Ef þú vilt útskrifast á 3 árum þarftu að fá fulla töflu allar annir. Því er mikilvægt að þú veljir 6 áfanga plús hámark/heilsueflingu ef þú hyggst útskrifast á þremur árum.

Mundu að velja 2 áfanga í varaval (fyrr geturðu ekki vistað valið).

Þú getur líka sótt brautarlýsinguna í excel og merkt inn hvað þú ert búin(n) með og hvað þú átt eftir.

Nemendur á afrekssviði:

Næsti afreksíþróttaáfangi heitir AÍÞR1SÆ02. Þú verður að velja hann. Þar að auki ættirðu að íhuga að velja ÍÞRM1MM02 og/eða SKYN2EÁ01 og íþróttafræðiáfanga, ef þú ert ekki búin(n) að því. 

Málabrautarnemandi að fara á 3. eða 4. námsár:

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Nú fer að koma að því að þú klárir kjarnann. Athugaðu að sumir áfangar þar eru bara kenndir aðra hverja önn (sjá langtímaframboðið). Veldu DANS2KB05 ef þú ert ekki búin(n) með hann.

 Hér er áfangaframboð haustannarinnar.

 Hér er langtímaáfangaframboðið.

 Svona velurðu í Innu

Mikivægt er að þú takir þá bundnu valáfanga sem eru í boði á brautinni þinni. Það eru fremur fáir málabrautaráfangar, enda er brautin fámenn. 

Viðbótar íslenskuáfangar eru í boði, skoðaðu þá vel og veldu sem hluta af bundnu vali brautarinnar.

Hér eru leiðbeiningar um leiðina í gegnum íslenskunaenskuna og stærðfræðina.

Veldu LEIS3IN05 sem er áfangi um leiðsögn innanlands. Undanfari er FERÐ2FÞ05 eða LAND2LA05.

Viðbótaráfangar í ensku eru ENSK3KM05, ENSK3FA05 og ENSK3TV05. Þeir eru allir í bundnu vali á brautinni.

Ef þú ætlar að taka frönsku og ert ekki byrjuð/byrjaður á henni, þá er FRAN1EL05 í boði núna. 

 

Á brautarlýsingunni þinni geturðu smellt á áfangaheitin til að skoða hvað er kennt í hverjum áfanga. 

Þú ert núna í síðasta HÁMA-áfanganum þínum. Ef þú átt eftir heilsueflingaráfanga (þarft að taka 3 samtals) geturðu valið hann núna. Margar íþróttir í boði.

Ef þú vilt útskrifast á 3 árum þarftu að fá fulla töflu allar annir. Því er mikilvægt að þú veljir 6 - 7 áfanga.

Mundu að velja 2 áfanga í varaval (fyrr geturðu ekki vistað valið).

Þú getur líka sótt brautarlýsinguna í excel og merkt inn hvað þú ert búin(n) með og hvað þú átt eftir.

Þar sem styttist í útskriftina þína, er gott að fá viðtal í ágúst við áfangastjóra eða námsferlastjóra til að fara yfir síðustu annirnar. Það verður auglýst betur síðar.

Nemendur á afrekssviði:

Næsti afreksíþróttaáfangi heitir AÍÞR2HÁ02. Þú verður að velja hann. Ef þú ert ekki búin(n) með ÍÞRM1MM02, SKYN2EÁ01, ÍÞRF2SM05 og ÍÞRF2NÞ05 mæli ég með að þú veljir a.m.k. einhverja af þeim óloknu núna.