Undirbúningsnám

Valið þitt fyrir næstu haustönn er háð því hvernig þér hefur gengið þetta árið í skólanum. Ef þú heftur tekið áfanga á 1. hæfniþrepi geturðu séð hérna hvert framhaldið á að vera í hverju fagi fyrir sig. 

Svo er spurningin, hvað viltu gera í framhaldinu? Ef þú vilt halda áfram hjá okkur og færa þig yfir á bóknámsbraut til stúdentsprófs, skaltu sækja um það með því að senda áfangastjóra tölvupóst. Varðandi valið, skaltu skoða leiðbeiningar fyrir þá braut sem þú ætlar á, og skoða brautarlýsinguna á heimasíðunni. Umsjónarkennarinn þinn hjálpar þér í HÁMA-tíma að velja áfanga. 

 Hér er áfangaframboð haustsins.

 Hér er langtímaáætlun á áfangaframboðinu.

 Svona velurðu í Innu

Ef þú stefnir í verknám, láttu okkur vita. Þú sækir um á www.menntagatt.is í þeim skóla sem þú stefnir í. Umsóknartímabilið hefst um miðjan apríl og frestur er almennt til 31. maí. Skoðaðu samt heimasíðu skólans til að fá nánari upplýsingar. Námsráðgjafar skólans geta líka hjálpað þér. Gangi þér vel!