Opin námsbraut 1. ár

Það er ekki nauðsynlegt að hreinsa upp kjarnann áður en þú byrjar sérhæfingunni. Það er mikilvægt að þú ákveðir hvernig þú ætlar að byggja valpakkann þinn upp. Kynntu þér vel brautina þína: http://www.flensborgarskolinn.com/opin-braut.html . Til að skoða innihald áfanga bundins vals, velurðu Áfangalýsingar og þar geturðu lesið um innihald allra áfanganna í skólanum. Gerðu þér grein fyrir að sumir áfangar eru bara í boði aðra hverja önn (sjá langtímaframboðið) og skipuleggðu val þitt með tilliti til þess. Athugaðu að ekki er í boði að taka áfanga starfsbrautar sem hluta af opinni námsbraut, en allt annað kemur til greina. Athugaðu líka að þú verður á endanum að vera með a.m.k. 35 einingar á 3. hæfniþrepi og samtals 100 einingar á 2. og 3. hæfniþrepi við útskrift.

Það er mikilvægt að þú planir í hvaða fögum þú ætlar að sérhæfa þig. Þú verður að hafa fyrirhugað háskólanám í huga. Á þessari síðu: http://www.flensborgarskolinn.com/haeligfniviethmieth-haacuteskoacutelanna.html eru æskileg hæfniviðmið háskólanna tekin saman. Þar sérðu hvaða grunn þú þarft að hafa fyrir flestar námsleiðir háskólanna. Námsráðgjafar, sviðsstjórar og stjórnendur skólans geta aðstoðað þig í þessu.

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús HÁMA1SÁ02 og íþróttaáfanga (ef þú ert ekki búin(n) með 6 einingar í íþróttum nú þegar) og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína!

Hér eru áfangarnir sem eru í boði á vorönn.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Varðandi afrekssviðið:

Búið er að útbúa brautalýsinguna hér: http://www.flensborgarskolinn.com/opin-braut---iacutethornroacutettaafrekssvieth.html

og hér eru hjálparblöðin: http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/opinnamsbraut-itr.pdf

og http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/opinnamsbraut-itr.xlsx

Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1SÆ02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu.