Raunvísindabraut 1. ár

Eðliegast er að halda áfram í grunnfögunum, s.s. íslensku, ensku og stærðfræði. Ekki er verra að klára dönskuna, ef þú ert ekki að því nú þegar. (S.s. síðasti áfanginn í skyldu er 2DF05). Mikilvægt er að halda áfram í raungreinum. Ef þú ert búin(n) með 2FA á þessari önn (og EFNA2AM05) er tímabært að skoða líffræðina. Einnig kemur til greina að taka skylduáfangann í forritun. Athugaðu að í stærðfræðinni er nauðsynlegt að halda áfram í röðinni 2AF-3HV-3MD-3HD en 2TL má bíða (eða taka samhliða). S.s. 2TL (tölfræðin) er ekki hluti af löngu stærðfræðirununni sem þú þarft að taka. Ef þú ert í STÆR1AR05 þá er 2AF næstur í röðinni.

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Þá þarftu alla að taka. Svo þarftu að velja þriðja tungumál. Það má byrja á því á 2. önn en líka í lagi að byrja á því næsta haust.
Svo sést að þú þarft að taka 2 áfanga á 3. þrepi í íslensku, 2 áfanga í félagsgreinum o.s.frv. en yfirleitt þarftu ekki að hugsa um það strax. Hugsaðu fyrst og fremst um að velja (til viðbótar við grunnfögin), skylduáfangana á raunvísindabrautinni. Athugaðu að þú þarft bráðum að fara að hugsa hvar þú ætlar að sérhæfa þig. Ef þú vilt t.d. taka mikla forritun er gott að taka fyrsta áfangann á næstu önn. Sama með hin fögin, ef þú vilt taka meiri jarðfræði er það velkomið, o.s.frv.

Skoðaðu rækilega brautalýsinguna: http://www.flensborgarskolinn.com/raunviacutesindabraut.html og þar geturðu lesið um innihald allra áfanganna (Þú smellir á áfanganúmerið).

Hér eru áfangarnir sem eru í boði á vorönn.

Þú getur líka skoðað http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/raunvisindabraut.pdf eða http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/raunvisindabraut.xlsx, prentað út og/eða vistað og merkt við þá áfanga sem þú ert að taka og hvaða áfanga þú ætlar að velja o.s.frv. Þetta geturðu geymt og uppfært á hverri önn.

Hér eru þrjár hjálparmyndir sem sýna leiðina í gegnum íslenskuna, enskuna og stærðfræðina.

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús hámark og íþróttir  og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína! Athugaðu að þú getur ekki vistað valið inn ef það vantar varavalið.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Varðandi afrekssviðið:

Búið er að útbúa brautalýsinguna hér: http://www.flensborgarskolinn.com/raunviacutesindabraut---iacutethornroacutettaafrekssvieth.html

og hér eru hjálparblöðin: http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/raunvisindabraut-itr.xlsx

og http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/raunvisindabraut-itr.pdf

Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1SÆ02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu.