Viðskipta- og hagfræðibraut 2. ár

Það er ekki nauðsynlegt að hreinsa upp kjarnann áður en þú byrjar á bundnu vali. Það er mikilvægt að þú hugsir um hvar þú vilt dýpka þekkingu þína og leikni. Kynntu þér vel brautina þína: http://www.flensborgarskolinn.com/viethskipta--og-hagfraeligethibraut.html og þar geturðu lesið um innihald allra áfanganna. Gerðu þér grein fyrir að sumir áfangar eru bara í boði aðra hverja önn (sjá langtímaframboðið) og skipuleggðu val þitt með tilliti til þess.

Svo skaltu annað hvort:

Þú getur líka skoðað http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/vidskiptaoghagfraedibraut.pdf eða:

http://www.flensborgarskolinn.com/uploads/4/6/8/0/46805787/vidskiptaoghagfraedibraut.xlsx

prentað út og/eða vistað og merkt við þá áfanga sem þú ert að taka og hvaða áfanga þú ætlar að velja o.s.frv. Þetta geturðu geymt og uppfært á hverri önn.

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús HÁMA1SÁ02 og íþróttaáfanga (ef þú ert ekki búin(n) með 6 einingar í íþróttum nú þegar) og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína!

Hér eru áfangarnir sem eru í boði á vorönn.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Varðandi afrekssviðið:

Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1TH02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu. ÍÞRM1MM02 er íþróttameiðslaáfangi sem þú þarft að taka einhvern tíma á næstu önnum ef þú ert ekki búin(n) með hann.