Náttúrufræðibraut 4. ár

Nú styttist námið í annan endann. Mikilvægt er að merkja inn á þar til gert eyðublað: http://gamli.flensborg.is/resources/Files/1556_Natturufraedibraut.pdf  þá áfanga sem er lokið.

Um kjörsvið gildir að áfangi telst gildur kjörsviðsáfangi ef samanlagðar einingar í faginu séu a.m.k. 9 gamlar einingar (15 nýjar). Nokkrar sérreglur gilda um það, þannig telst heimspeki, kynjafræði, mannfræði o.fl. vera saman í keðju með félagsfræði. Allar viðskiptagreinar, (BÓKF, ÞJFR, REKH, STJR, MARK, FRUM o.fl.) teljast saman í keðju.

Athugaðu að ekki er að marka einingafjöldann hjá þér. Þar ægir saman gömlum og nýjum einingum. Þumalputtareglan er að fyrir hvern lokinn 5 feininga áfanga þarf að draga 2 einingar af heildarsummunni til að fá réttan einingafjölda. 1 og 2 eininga áfangar eru með jafnmargar einingar og feiningar.

Áfangar af kjörsviðum annarra brauta (s.s. tungumálaáfangar o.fl.) mega vera samtals 12 gamlar einingar (20 nýjar).

Ef þú átt 35 nýjar (21 gamlar) einingar eftir, hefurðu möguleika á að útskrifast í vor. Það er þó háð því hvort þú átt einhverjar keðjur eftir, eða ert með of margar einingar í vali. Reglan er að nemendur þurfa að klára kjarnann, 30 gildar (gamlar, 50 nýjar) kjörsviðseiningar og að vera með 140 gamlar einingar alls, til að útskrifast.

Á síðustu önninni þinni velurðu áfangann VIBS1LO01 (sem hét áður LOK171).

Best er að þú hafir samband við Hrefnu Geirsdóttur, umsjónarmann námsferla, ef þú ert ekki þegar búin(n) að því. Hún fer yfir ferilinn með þér, sér hvort allt sé í lagi og ráðleggur þér hvað þú átt að velja. Þú færð upplýsingar um viðtalstíma hennar á skrifstofunni.

Ef þú hyggst stunda fjarnám í öðrum skóla, samhliða Flensborg, verður þú að tilkynna námsferilstjóra það í upphafi annarinnar, svo hann geti reiknað með því í útreikningum sínum.

Í ensku, ef nemandi er ekki búinn með 403, á hann að velja 3MA05. 503 heitir núna 3BK05

Í náttúrufræðigreinum: Ef nemandi er ekki búinn með NÁT103 þarf hann að taka LÍFF1LA05. Ef nemandi er ekki búinn með NÁT113 þarf hann að taka JARÐ1AJ05. Ef nemandi er ekki búinn með NÁT123 hefur hann val um að taka annað hvort EFNA1EU05 eða EÐLI1KE05 en þarf ekki að taka báða. Varðandi kjörsviðsáfangana þá hafa þeir allir fengið ný nöfn en það má sjá sambærileg nöfn í samanburðarlistanum.

Ef nemandi á eftir ÍÞF132 þá heitir hann núna HLSE1BÁ02.

Nemandi skal skoða áfangaframboðið rækilega svo hann velji rétta áfanga, þ.e. að bera saman eldri og ný nöfn.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Almennt velur nemandi sex áfanga í aðalval (plús íþróttir ef þær vantar) og a.m.k. tvo áfanga í varaval. Mjög mikilvægt er að varaval sé skráð, svo nemandi fái örugglega fulla töflu. Nemandi getur ekki vistað valið nema að setja a.m.k. tvo áfanga í varaval.