Félagsvísindabraut 1. ár

Eðlilegast er að halda áfram í grunnfögunum, s.s. íslensku, ensku, og stærðfræði. Ekki er verra að klára dönskuna, ef þú ert ekki að því nú þegar. (S.s. síðasti áfanginn í skyldu er 2DF05). Ef þú fékkst C eða D í dönsku í grunnskóla er mikilvægt að þú skráir þig í DANS1GR05 á næstu önn. Þú velur líka HÁMA1SM02. Ef þú ert núna í HLSE1AH02 geturðu valið úr fjölda áfanga í heilsueflingu, sjá framboðið.

Skoðaðu rækilega brautalýsinguna þína. Þar geturðu lesið um innihald allra áfanganna (Þú smellir á áfanganúmerið).

Hér eru áfangarnir sem eru í boði á vorönnHér er svo áætlun um framboð á næstu önnum. Þar geturðu séð hversu oft og hvenær áfangar sem þig langar að taka, eru kenndir.

Brautarkröfuna þína sérðu í Innu (undir „Námsferill“). Kjarnaáfangarnir eru efst. Þá þarftu alla að taka.

Svo þarftu að velja þriðja tungumál. Það má byrja á því á 2. önn en líka í fínu lagi að byrja á því næsta haust. Allavega er almennt talið betra að nemendur ljúki dönsku áður en þeir byrja á 3. tungumáli. 

Svo sést að þú þarft að taka 2 áfanga á 3. þrepi í íslensku, 2 áfanga í náttúrufræðigreinum o.s.frv. en yfirleitt þarftu ekki að hugsa um það strax. Hugsaðu fyrst og fremst um að velja (til viðbótar við grunnfögin) séráfanga félagsfræðibrautar, s.s. VÍSV1HA05, FÉLA1IH05, SAGA2XX05, sálfræði, fjölmiðlafræði, sálfræði o.s.frv. eftir því hvar þú ætlar að sérhæfa þig á næstu önnum.

Við mælum með að þú sækir excelyfirlit yfir brautina þína og merkir inn áfangana sem þú ert búin(n) með og ætlar að taka næst. Þetta skjal skaltu svo geyma og uppfæra á hverri önn.

Hér eru þrjár hjálparmyndir sem sýna leiðina í gegnum íslenskuna, enskuna og stærðfræðina.

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús hámark og íþróttir  og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína! Athugaðu að þú getur ekki vistað valið inn ef það vantar varavalið.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Afrekssviðsnemendur:

Brautalýsinguna með afrekssviði finnurðu hér.

og hér er excelskjalið sem þú getur vistað og merkt við.

Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1SÆ02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu.