Opin námsbraut 2. ár

Almennar leiðbeiningar

Almenna lýsingin á opinni námsbraut er hér.  Þú getur smellt á áfanganúmerin til að sjá hvað er í hverjum áfanga. Við mælum svo með því að þú sækir þér excelskjalið og merkir inn þá áfanga sem þú ert búin með og skráð(ur) í. 

Mundu að velja HÁMA1SÁ02.

Þú skalt ekki hugsa um að hreinsa upp kjarnann áður en þú tekur valáfangana. Opna brautin er með svo mikið val (95 einingar eða 19 fimm eininga áfangar) að þú verður að mjatla það niður samhliða kjarnanum. Það er mjög mikilvægt að þú planir vel og rækilega hvaða áfanga og fög þú ætlar að taka, svo þú sért nógu vel undirbúin(n) undir það háskólanám sem þú stefnir á. Athugaðu líka að það er 35 eininga lágmark á 3. þrepi og samtals 100 eininga lágmark samanlagt á 2. og 3. þrepi. Þú verður að passa upp á það á næstu önnum.

Ef þú ert ekki byrjuð/aður á 3. erlenda tungumáli er ekki seinna vænna að gera það, því þú þarft að taka 3 áfanga í því og það tekur a.m.k. 3 annir. Fyrsti áfanginn heitir 1EL05 og það er val um frönsku, spænsku eða þýsku. Næsti áfangi er 1DA05 og síðasti kjarnaáfanginn heitir 1ME05.

Þú ert líklega komin(n) að því að velja íslenskuáfanga á 3. þrepi (ef þú ert ekki þegar búin(n) með einn). Þar er um fjóra áfanga að velja og þú þarft að taka (a.m.k.) tvo. Þetta eru 3BF, sem eru íslenskar bókmenntir fyrri alda, 3BS, íslenskar bókmenntir síðari alda, 3BX, sérstakur áfangi um Nóbelskáldið okkar (Halldór Laxness) og 3RR, sem er ritunaráfangi með stóru ritunarverkefni (tilvalið að æfa ritun alvöru heimildaritgerðar). Ef þú tekur fleiri íslenskuáfanga á 3. þrepi, fara viðbótaráfangarnir í valið hjá þér. 

Ef þú ert ekki búin(n) að taka neina náttúrufræðigrein er tilvalið að byrja á þeim. Í boði eru EFNA1EU05, JARÐ1AJ05 og LÍFF1LA05. Fjórði áfanginn, EÐLI1KE05 verður ekki á vorönn, en kenndur aftur næsta haust.

Líklega er best að hinkra með UMHV3AU05 - áfangann þar til á næsta námsári. Kröfur inn í hann er að nemandi sé búinn með ÍSLE2BM05, ENSK2SO05 og a.m.k. einn raungreinaáfanga.

Við leggjum til að þú skoðir heimasíður háskólanna sem bjóða upp á það nám sem þú stefnir á. Þar sérðu æskilegan undirbúning / æskileg hæfniviðmið fyrir námið.  Athugaðu að það er á þína ábyrgð og einskis annars að þú uppfyllir þau viðmið sem háskólinn krefst. Hrefna Geirsdóttir, námsferilsstjóri, Helga og Sunna námsráðgjafar, og Þorbjörn áfangastjóri geta ráðlagt þér ef þú hefur ákveðna stefnu. Ekki hika við að hafa samband við einhver þeirra. Netföngin eru hér á heimasíðunni

Þú finnur upplýsingar um hvenær áfangar skólans eru kenndir í langtímaframboðsskjalinu á þessari síðu. Þar er líka yfirlit yfir framboð vorannar

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús HÁMA1SÁ02 og íþróttaáfanga (ef þú ert ekki búin(n) með 6 einingar í íþróttum nú þegar) og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína!

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Afrekssviðið

Brautalýsing opinnar brautar með afrekssviði er hér. Excelskjalið góða er hérna. Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1TH02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu. ÍÞRM1MM02 er íþróttameiðslaáfangi sem þú þarft að taka einhvern tíma á næstu önnum ef þú ert ekki búin(n) með hann. Eins er skyndihjálparnámskeið (SKYN2EÁ01) í boði. Hann er skylda á afrekssviðinu.