Raunvísindabraut 2. ár

Almennar leiðbeiningar

Almenna lýsingin á brautinni er hér. Þú getur smellt á áfanganúmerin til að sjá hvað er kennt í hverjum áfanga. Við reiknum með að þú hafir sótt þér excelskjalið með brautinni þinni í fyrra og dundað þér við að lita áfangana sem þú ert búin(n) með og skráð(ur) í. Ef ekki, eða ef þú ert búin(n) að týna því, er ekki úr vegi við að sækja það núna. Þú opnar skjalið og uppfærir. Merkir t.d. dökkgrænt sem er komið og gult sem þú ert skráð(ur) í núna. Vistar skjalið svo á vísum stað. (Afrekskrakkar, sjá neðst).

Þetta hjálpar þér að sjá hvernig staðan er. 

Mundu að velja HÁMA1SÁ02. 

Hér eru þrjár hjálparmyndir sem sýna leiðina í gegnum íslenskunaenskuna og stærðfræðina.

Nú ættirðu að vera búin(n) með slatta af kjarnanum. Það er ekki nauðsynlegt að hreinsa upp allan kjarnann áður en þú byrjar á bundna valinu. Því er um að gera að skoða hvaða bundna val þú ætlar að taka. Athugaðu að langflestir áfangar í bundnu vali eru bara í boði aðra hverja önn.

Ef þú ætlar t.d. að taka efnafræði, eru 3LL og 3RS bara í boði á vorin. 3LL er í boði fyrir þau sem verða búin með 2VV en báðir áfangarnir eru góður kostur ef þú ert t.d. í 3GH, og ætlar í raungreina- eða heilbrigðisgreinanám í háskóla.
Við höfum alltaf einn eðlisfræðiáfanga ofan á kjarnann í boði. Núna er það 3KR05. Hann er nýr og kemur í staðinn fyrir 3NE. Ef þú ætlar í háskólanám í raungreinum er hann mikilvægur.
Það eru tveir framhaldsáfangar í boði í forritun, 2FP og 2GA, ef þú stefnir þangað. Við erum búin að skipta forritunaráföngunum út, þar sem nýr kennari kennir Python í stað C#.
Ef þú ert núna í LÍFF2LE05 er eðlilegt að taka næst framhaldsáfangann í lífeðlisfræði (LÍFF3LE05), en einnig LÍFF2LK05 - sem er anatómía. Mjög mikilvægur áfangi fyrir allar heilbrigðisgreinar og íþróttafræði. Líffræðikennarar mæla með að nemendur taki þessa tvo áfanga samhliða.

Í jarðfræðinni býðst þér að taka 2IÖ05 sem eru innræn öfl, eldgos og jarðskjálftar og fleira spennandi. Svo er nýr áfangi 3HA05 um náttúruhamfarir í boði, sem er veður- og haffræði. Loks má nefna STJÖ2SS05, stjörnufræði, sem fjallar um reikistjörnur, sólir, vetrarbrautir. Himneskur áfangi. (see what I did there...)

Í stærðfræðinni er í boði að taka, til viðbótar við kjarnann, 3SS - strjála stærðfræði (má taka ef nemandi er búinn með 3MD) og STÆR3HT05 er fyrir þau sem eru búin með 3HD. Fæstir á 2. ári eru þó búnir með hann. Mundu að fara þessa leið 2AF-3HV-3MD-3HD. Það má alveg taka tölfræðina (2TL) samhliða.

Þú finnur upplýsingar um það í langtímaframboðsskjalinu á þessari síðu. Þar er líka yfirlit yfir framboð vorannar

Ef þú ert ekki byrjuð/aður á 3. erlenda tungumáli er ekki seinna vænna að gera það, því þú þarft að taka 3 áfanga í því og það tekur a.m.k. 3 annir. Fyrsti áfanginn heitir 1EL05 og það er val um frönsku, spænsku eða þýsku. Næsti áfangi er 1DA05 og síðasti kjarnaáfanginn heitir 1ME05.

Þú ert líklega komin(n) að því að velja íslenskuáfanga á 3. þrepi (ef þú ert ekki þegar búin(n) með einn). Þú mátt samt alveg taka hlé í íslensku, ef t.d. þú þarft að taka margt af bundna valinu. Þar er um fjóra áfanga að velja og þú þarft að taka (a.m.k.) tvo. Þetta eru 3BF, sem eru íslenskar bókmenntir fyrri alda, 3BS, íslenskar bókmenntir síðari alda, 3BX, sérstakur áfangi um Nóbelskáldið okkar (Halldór Laxness) og 3RR, sem er ritunaráfangi með stóru ritunarverkefni (tilvalið að æfa ritun alvöru heimildaritgerðar). Ef þú tekur fleiri íslenskuáfanga á 3. þrepi, túlkast viðbótin sem "bundið val annarra brauta" - en reglurnar segja að nemendur megi taka tvo bundna valáfanga af öðrum brautum en þeirra eigin.

Síðasti enskuáfanginn á brautinni er ENSK3FA05. Það má þó taka fleiri enskuáfanga, við mælum með einum i viðbót, þar koma allir hinir 3. þreps áfangarnir til greina. Einn áfangi til viðbótar við kjarna túlkast sem bundið val brautar, en ef þú tekur fleiri fara þeir í almennt val.

Ef þú vilt ljúka náminu á 3 árum, þarftu að fá fulla stundatöflu á hverri önn. Því er mjög mikilvægt að þú veljir sex áfanga, plús HÁMA1SÁ02 og íþróttaáfanga (ef þú ert ekki búin(n) með 6 einingar í íþróttum nú þegar) og bætir svo a.m.k. tveimur varavalsáföngum við. Annars er ekki tryggt að þú fáir nóg nám inn í töfluna þína!

Athugaðu að námsmagnið fer eftir því hvernig þér gengur fram að þessu. Mörgum nemendum dugar að taka 25-29 einingar á önn en aðrir ráða við meira.

Hér eru svo leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.

Varðandi afrekssviðið:

Hér er brautalýsingin með afrekssviðinu. Hér er svo excelskjalið sem þú fyllir út 

Næsti afreksíþróttaáfangi er AÍÞR1TH02. Þú getur líka valið ÍÞRF2SM05 eða ÍÞRF2NÞ05 sem eru á afrekssviðinu, ef þú ert ekki búin(n) með það. ÍÞRM1MM02 er íþróttameiðslaáfangi sem þú þarft að taka einhvern tíma á næstu önnum ef þú ert ekki búin(n) með hann. Eins er skyndihjálparnámskeið (SKYN2EÁ01) í boði. Hann er skylda á afrekssviðinu.