Stundaskrár

Stokkakerfið 

Í áfangakerfi er stundataflan byggð upp af s.k. stokkum, sem eru fastar vikulegar tímasetningar. Alls eru stokkarnir sjö. Hver stokkur samanstendur af fjórum klukkustundarlöngum kennslustundum.

Hver námshópur er kenndur í einum stokki. Nemendum er raðað í námshópa þannig að alls geta þeir verið skráðir í 7 fulla áfanga. Reyndar eru heilsueflingaráfangar og HÁMArks-áfangar kenndir tvisvar í viku og þá hentar gjarnan að raða þeim saman í stokk.

Rammastundaskrá haustannar 2021

Stokkastofutafla haustannar 2021 (sem sýnir hvaða áfangar og hópar eru kenndir í hverjum stokki).

Áfangar sem eru grámerktir eru lokaðir í bekkjum, eldri  nemar velja aðra áfanga. Nýnemar geta ekki breytt töflum.

Töflubreytingar opna þann 19. ágúst og fara fram á Innu. 

Eldri nemar sækja um breytingar á Innu ef spurningar vakna má hafa samband við áfangastjóra.

Leiðbeiningar fyrir  Töflubreytingar á Innu