Stundaskrár

Stokkakerfið 

Í áfangakerfi er stundataflan byggð upp af s.k. stokkum, sem eru fastar vikulegar tímasetningar. Alls eru stokkarnir sjö. Hver stokkur samanstendur af fjórum klukkustundarlöngum kennslustundum.

Hver námshópur er kenndur í einum stokki. Nemendum er raðað í námshópa þannig að alls geta þeir verið skráðir í 7 fulla áfanga. Reyndar eru heilsueflingaráfangar og HÁMArks-áfangar kenndir tvisvar í viku og þá hentar gjarnan að raða þeim saman í stokk.

 Rammastundaskrá vorannar 2019

 Stokkastofutafla vorannar 2019 (sem sýnir hvaða áfangar og hópar eru kenndir í hverjum stokki).

Dagana 20. og 21. febrúar verða Vakningardagar, árvissir þemadagar í skólanum. Dagskráin er hérna