Umsóknir

 

Nemendur sækja um skólavist á www.menntagatt.is.

 • Tekið er við umsóknum um skólavist á vorönn 2019, frá 1. nóvember til 30. nóvember.
 • Nemendur sem hyggjast sækja um skólavist geta fengið veflykil gefinn upp með því að hafa samband við skólann.
 • Undir Námið-Námskrá-Námsbrautir má sjá þær brautir sem eru í boði við skólann.

Umsóknir vorið 2018:

 • Forinnritun fyrir nemendur úr 10. bekk hefst 5. mars og stendur til 13. apríl. Nemendur fá sent bréf frá Menntamálastofnun með veflykli fyrir umsóknarvefinn. Starfsmenn Flensborgarskólans geta einnig útvegað nemendum veflykil.
 • Innritun á starfsbraut við skólann stendur yfir frá 1. - 28. febrúar.
 • Lokainnritun nemenda úr 10. bekk verður 4. maí til 8. júní.
 • Eldri nemendur geta sótt um skólavist frá 6. apríl til 31. maí.

 

 

Hvernig kemst ég inn í skólann?

Til að verða nemandi við Flensborg þarftu að hafa lokið grunnskólaprófi.

 • Nemendur geta síðan komist á námsbraut, t.d. stúdentsprófsbraut. Til þess  þarf a.m.k. C í íslensku, ensku og stærðfræði. 
 • Nemendur með einkunnina C+ eða lægra raðast í áfanga á 1. hæfniþrepi í samsvarandi grunnfagi (íslensku, ensku, stærðfræði eða dönsku). Þeir eru undanfarar áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
 • Nemandi sem er með B eða hærra fer beint í áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
 • Nemandi sem uppfyllir ekki kröfur til náms á stúdentsprófsbraut er skráður í undirbúningsnám.

Þessar brautir eru í boði við Flensborg:

Nánari brautalýsingar eru í kynningarbæklingnum og á www.flensborgarskolinn.com.