Umsóknir

Innritun í Flensborg fyrir haustönn 2021 er í samvinnu við Menntamálastofnun.

Forinnritun 10. bekkinga fer fram 8. mars til 13. apríl

Forinnritun nemenda sem ljúka munu 10. bekk haust 2021 hefst 8. mars og lýkur 13. apríl. Smelltu hér til að sækja um.

Nemendur fá sent bréf með leiðbeiningum um hvernig sækja á um frá Menntamálastofnun, en í bréfinu er líka að finna veflykil sem þeir nota til að komast inn í umsókn á netinu. Foreldrar fá einnig sent kynningarbréf um umsóknarferlið. 

Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 6. maí til 10. júní

Nemendur í 10. bekk geta sótt um eða breytt umsóknum sínum á þessu tímabili, allt fram til miðnættis 10. júní.  Einkunnir þeirra flytjast sjálfkrafa frá grunnskólanum inn í umsóknargrunninn. Mikilvægt er að taka fram val á námsbraut svo hægt sé að raða nemendum á brautir.

 

Innritun eldri nemenda fer fram 5. apríl til 31. maí

Eldri nemendur geta sótt um frá 5. apríl til 31. maí. Þeir nota til þess Íslykil sem hægt er að sækja um á www.island.is at www.island.is og fá sendan í heimabanka (2-3 mínútur) eða á lögheimili (2-3 virkir dagar) eða rafræn skilríki frá viðskiptabanka.  

 

Innritun á starfsbrautir fyrir fatlaða nemendur fer fram 1.- 28. febrúar

Innritun á starfsbrautir fer fram 1.- 28. febrúar.  Áætlað er að afgreiðslu umsókna þessara nemenda verði lokið fyrir lok apríl.

 


Hvernig kemst ég inn í skólann?

Til að verða nemandi við Flensborg þarftu að hafa lokið grunnskólaprófi.

  • Nemendur geta síðan komist á námsbraut, t.d. stúdentsprófsbraut. Til þess  þarf a.m.k. C í íslensku, ensku og stærðfræði. 
  • Nemendur með einkunnina C+ eða lægra raðast í áfanga á 1. hæfniþrepi í samsvarandi grunnfagi (íslensku, ensku, stærðfræði eða dönsku). Þeir eru undanfarar áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
  • Nemandi sem er með B eða hærra fer beint í áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
  • Nemandi sem uppfyllir ekki kröfur til náms á stúdentsprófsbraut er skráður í undirbúningsnám.

Þessar brautir eru í boði við Flensborg:

Nánari brautalýsingar eru í kynningarbæklingnum og á námskrársíðunni.