Umsóknir

 

Nemendur sækja um skólavist hér: https://mms.is/um-innritun.

  • For-umsóknartímabil fyrir nemendur sem koma úr 10. bekk er frá 8. mars til 12. apríl.
  • Umsóknartímabil fyrir nemendur sem koma úr 10. bekk er frá 6. maí til 7. júní.
  • Umsóknartímabil fyrir starfsbraut er frá 1. til 28. febrúar.
  • Umsóknartímabil eldri nýnema stendur frá 7. apríl til 31. maí.
  • Hér er bæklingur sem sýnir brautir skólans
  • Nákvæmari brautalýsingar eru hér á heimasíðunni.

 

 

Hvernig kemst ég inn í skólann?

Til að verða nemandi við Flensborg þarftu að hafa lokið grunnskólaprófi.

  • Nemendur geta síðan komist á námsbraut, t.d. stúdentsprófsbraut. Til þess  þarf a.m.k. C í íslensku, ensku og stærðfræði. 
  • Nemendur með einkunnina C+ eða lægra raðast í áfanga á 1. hæfniþrepi í samsvarandi grunnfagi (íslensku, ensku, stærðfræði eða dönsku). Þeir eru undanfarar áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
  • Nemandi sem er með B eða hærra fer beint í áfanga á 2. hæfnisþrepi. 
  • Nemandi sem uppfyllir ekki kröfur til náms á stúdentsprófsbraut er skráður í undirbúningsnám.

Þessar brautir eru í boði við Flensborg:

Nánari brautalýsingar eru í kynningarbæklingnum og á www.flensborgarskolinn.com.