Ýmsar áfangaupplýsingar

Áfangaleiðir í kjarnagreinum:

Áfangakerfið er nokkuð völundarhús, sérstaklega eftir að áfangaheitunum var breytt 2015.
Hér eru þrjár hjálparmyndir sem geta aðstoðað nemendur, foreldra (og kennara) að skilja leiðir í gegnum íslensku, ensku og stærðfræði.
 


Þriðja tungumál:

Franska

 

Spænska

 

Þýska

 
 

Heilsuefling:

 

Sérsvið stúdentsbrauta:

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir sérsvið fyrir stúdentsbrautir.  Hægt er að stunda íþróttir, tónlistanám eða annað listnám og tengja það náminu á öllum brautum, en velja þarf á milli sviða.

Sérsvið brauta eru:

 

List og verkgreinar

 

Kórinn

hefur starfað um langt skeið og er ósmissandi þáttur í lífi skólans. Hann kemur fram við hefðbundin tækifæri eins og til dæmis skólaslit en starfar þó fyrst og fremst á eigin forsendum, þar sem hann skipuleggur starf sitt, prógram og tónleikahald að eigin frumkvæði og vilja.
 
Kórinn hefur ferðast víða, bæði innanlands og utan og komið fram við ýmis tækifæri. Hann hefur einnig gefið út fjölda geisladiska með fjölbreyttri tónlist. 
 
Söngur í kór Flensborgarskólans er einingabær og má nota sem hluta stúdentsprófsins.
 

 

Leiklist

Leikfélag Flensborgarskólans heldur uppi öflugu leiklistarstarfi.

Skólinn er í samstarfi við Gaflaraleikhúsið. Síðustu ár hefur leikfélagið sett upp veglega sýningu á vorin.

Árið 2016 var t.d. sýnt frumsamið verk, Harmleikarnir, 2017 var söngleikurinn Mormónabókin og 2018 var "Pitz Pörfekt" sett upp við góðan orðstír. Árið 2019 var "Sister Akt" sett upp í Bæjarbíói, og 2020 "Mamma mía".

Núna eru nemendur önnum kafnir við nýtt verk.

Leiklist er einingabær og má nota sem hluta stúdentsprófsins.