Ýmsar áfangaupplýsingar

Áfangaleiðir í kjarnagreinum:

Áfangakerfið er nokkuð völundarhús, sérstaklega eftir að áfangaheitunum var breytt 2015.
Hér eru þrjár hjálparmyndir sem geta aðstoðað nemendur, foreldra (og kennara) að skilja leiðir í gegnum íslensku, ensku og stærðfræði.
 


Þriðja tungumál:

Franska

 

Spænska

 

Þýska

 
 

Heilsuefling:

 

Íþróttaafrekssvið

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði starfrækir íþróttaafrekssvið í samstarfi við ÍBH (Íþróttabandalag Hafnarfjarðar). Íþróttaafrekssvið (ÍAS) er hluti af námsbrautum til stúdentsprófs. Séráfangar sviðsins eru ýmist hjá skólanum eða viðkomandi íþróttafélagi. Tilgangurinn er að efla ungt íþróttafólk og búa það undir að stunda íþróttir sem atvinnumenn eða afreksmenn.

Komið er til móts við nemendur á ÍAS t.d. vegna keppnisferða með tilhliðrun prófa, stærri verkefna o.fl. Nú þegar er fjöldi atvinnumanna að keppa heima og erlendis.

Nemandi kemst á ÍAS ef skólinn og viðkomandi félag/deild innan ÍBH samþykkja. Nemendur utan ÍBH geta verið á ÍAS ef samkomulag tekst á milli skólans og hlutaðeigandi deildar.

Skipulag afrekssviðsins er á þann veg að á hverri önn tekur nemandi tveggja eininga afreksáfanga með æfingum og líkamsstyrktarþjálfun. Að auki lýkur nemandinn tveimur íþróttafræðiáföngum, þar sem umfjöllunarefnin eru m.a. íþróttasálfræði, markmiðasetning, næringarfræði ogþjálffræði, og tveimur styttri námskeiðum, í skyndihjálp og meðhöndlun íþróttameiðsla.