Kennarafélag

Kennarafélag Flensborgarskóla er félagsdeild í Félagi framhaldsskólakennara (FF)

4. gr. laga FF fjallar um félagsdeildir, m.a. hlutverk þeirra:
Hlutverk félagsdeildar er að vera málsvari félagsmanna FF á vinnustaðnum, vinna að kjara-, réttinda- og faglegum málefnum þeirra í samstarfi við FF og KÍ og kjósa fulltrúa á fulltrúafund og aðalfund FF og á þing KÍ. Félagsdeildir kjósa sér stjórnir, setja sér lög og starfsáætlun, kjósa trúnaðarmenn, sbr. 6. gr. laga félagsins, og fulltrúa félagsmanna FF í framhaldsskólum í samstarfsnefndir framhaldsskóla.

Stjórn Kennarafélags Flensborgarskóla skipa:

Anný Gréta Þorgeirsdóttir, formaður
Sólveig Kristjánsdóttir, gjaldkeri
Viðar Ágústsson, ritari

Díana Guðjónsdóttir, meðstjórnandi
Friðrik Olgeir Júlíusson, meðstjórnandi
Heimir Björnsson, meðstjórnandi

 

Hlutverk trúnaðarmanna félagsins er að fylgjast með að farið sé eftir ákvæðum kjarasamninga og að réttur starfsmanna sé í hvívetna virtur á vinnustaðnum. Hann er tengiliður stéttarfélags og vinnustaðar og starfar í þágu félagsmanna stéttarfélagsins. Kjörtímabil félagslegs trúnaðarmanns er tvö ár.

Trúnaðarmenn FF í Flensborgarskóla eru:
 Guðmunda Anna Birgisdóttir
 Friðrik Olgeir Júlíusson

Fulltrúar kennara í samstarfsnefnd Flensborgarskóla eru:
 Anný Gréta Þorgeirsdóttir
 Friðrik Olgeir Júlíusson
 Heimir Björnsson