Veikindi

Veikindi og vottorð

  1. Veikindaforföll skal tilkynna rafrænt í Innu, nemendabókhald skólans, fyrir kl 12:00 samdægurs. [Sjá myndskeið til leiðbeiningar: Veikindaskráning]. Rafrænar tilkynningar frá foreldrum teljast fullnægjandi og frekari staðfesting er óþörf. Skólameistari getur þó krafist þess að veikindi séu staðfest af lækni.
  2. Nemandi getur einnig skráð veikindaforföllin en þá þarf foreldri/forráðamaður að skila inn staðfestingu til skrifstofu. Þeir foreldrar sem ekki geta skilað staðfestingu í eigin persónu semja við skrifstofuna þar um. Undirrituð staðfesting foreldra/forráðamanna, verður að berast skrifstofu skólans eigi síðar en þremur virkum dögum eftir að veikindum lýkur.
  3. Lögráða nemendur sem búa í foreldrahúsum geta opnað aðgang foreldris að Innu, svo það geti skráð veikindaforföllin rafrænt. (myndskeið til leiðbeiningar)
  4. Nemendum gefst einnig kostur á að skila læknisvottorði. Þau þurfa að berast innan viku frá lokum veikinda nema um annað sé samið. 
  5. Vottorð eru skráð og dragast frá þeim fjarvistum sem skráðar eru þá daga sem vottorðin gilda. Nemandi með mörg vottorð skráð getur verið meðhöndlaður sem langveikur, sbr. reglur hér að neðan.
  6. Einungis er hægt að skrá veikindaforföll fyrir heila daga. 
  7. Ef nemandi gerir grein fyrir öllum veikindaforföllum í samræmi við 7. - 12. grein hér að ofan þá tryggja vottorð að hann fái ekki lægri einkunn en 8 fyrir skólasókn. (Veikindaforföll eru dregin frá upp að 92%.)
Leiðbeiningar um skráningu veikinda - myndskeið.