Skýrslur og áætlanir

Ársskýrslur Flensborgarskólans í Hafnarfirði

Í ársskýrslum skólans kemur fram yfirlit yfir skólastarfið á viðkomandi starfsári, svo sem um námsframboð, innritun og nemendafjölda, fjölda og hlutverk starfsmanna, húsnæðismál, aðbúnað og rekstrarmál, félagsstarfsemi og ýmis þau verkefni eða starfsemi sem unnið er sérstaklega að. 

Sjálfsmat í Flensborgarskólanum

Í Flensborgarskólanum starfar sjálfsmatshópur undir stjórn Erlu Ragnarsdóttur, aðstoðarskólameistara. Tilgangur sjálfsmatsins er að leita leiða til að vita hvernig unnið er í skólanum, greina það sem vel er gert og tryggja framhald þess og þróun. Einnig er tilgangurinn að finna það sem betur má fara og leita úrbóta. Þetta er gert samkvæmt lögum um framhaldsskóla, en í þeim segir að allir skólar eigi að innleiða aðferðir til sjálfsmats sem eigi að ná til allra þátta skólastarfsins. Megintilgangur matsins er að leggja grunn að sívirku umbótastarfi sem á að bæta námsumhverfi, líðan og árangur nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans. 
 
Sjálfsmatshópur hefur starfað við skólann frá hausti 1998. Í honum hafa setið m.a. fulltrúar kennara, nemenda og annarra starfsmanna auk stjórnenda skólans.
 

Sjálfsmatsskýrslur

Sjálfsmatsskýrsla 2019-2020 

Sjálfsmatsskýrsla 2018-2019

 Sjálfsmatsskýrsla 2017-2018

 Sjálfsmatsskýrsla 2016-2017

 Sjálfsmatsskýrsla 2015-2016

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2014-2015

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2013-2014

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2012-2013

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2011-2012

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2010-2011

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2009-2010

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2008-2009

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2007-2008

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2006-2007

 

 Sjálfsmatsskýrsla 2005-2006

 Sjálfsmatsskýrsla 2004-2005

Ytra mat - skýrslur

Hér að neðan eru skýrslur úr ytra mati sem mennta - og menningaráðuneytið lét vinna.