Framtíð og áherslur

Framtíðarsýn Flensborgarskólans

  • Flensborgarskólinn í Hafnarfirði er leiðandi framhaldsskóli, sem veitir nemendum sínum bestu tækifæri til þekkingaröflunar, þjálfunar og þroska.
  • Flensborgarskólinn er framhaldsskóli sem hefur það meginhlutverk að búa nemendur sína sem best undir frekara nám á háskólastigi jafnframt því að veita haldgóða almenna menntun, menntun sem nýtist nemendum í daglegu lífi og starfi.
  • Flensborgarskólinn er framhaldsskóli þar sem í boði er persónuleg þjónusta, öruggt námsumhverfi, forysta í tækni og nýjungum og kennslu og lögð er áhersla á að hann sé eftirsóknarverður vinnustaður nemenda, kennara og annarra starfsmanna. Skólinn stendur á gömlum merg og er, nú sem fyrr, mikilvægur hlekkur í menningar- og íþróttalífi Hafnarfjarðar.
  • Flensborgarskólinn leitast við að tryggja öryggi nemenda og starfsfólks á netinu. Skólinn fylgir því öllum helstu rafrænum öryggisreglum og styðst við lög um persónuvernd. Vinnuumhverfi skólans er Office 365 og er það staðlað umhverfi er varðar öryggismál.

Einkunnarorð skólans eru: þekking - þjálfun - þroski