Jafnlaunavottun


Samherji Ísland hlýtur jafnlaunavottun | Samherji hf.Flensborgarskólinn fær jafnlaunavottun

Niðurstöður fyrstu úttektar á jafnlaunakerfi Flensborgarskólans í Hafnarfirði sýna að kynbundinn launamunur er ekki til staðar. Flensborgarskólinn var einn af þremur fyrstu framhaldsskólum landsins til að hljóta jafnlaunavottun.

Jafnlaunavottun, sem framkvæmd var í september 2019 af BSI á Íslandi, faggildum vottunaraðila, staðfesti að starfsfólk skólans fær greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt störf. Vottunin leiddi ennfremur í ljós að ákvarðanir um laun fela ekki í sér kynbundna mismunun. Þegar grunnlaun eru skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 1,28% lægri laun en karlar. Þegar föst laun eru hins vegar skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 0,95% lægri laun en karlar. Þegar heildarlaun eru skoðuð og tekið hefur verið tillit til helstu þátta sem hafa áhrif á laun eru konur með 1,90% lægri laun en karlar. Einnig kom í ljós að hlutfallsleg skipting kynjanna innan skólans er skökk, þar störfuðu 66% konur og 34% karlar í mars 2019. Skólinn leitast við að hafa kynjaskiptingu sem jafnasta.

Niðurstöður vottunar BSI á Íslandi staðfesta að Flensborgarskólinn uppfyllir þær kröfur sem lagðar eru fram samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST 85:2012. Flensborgarskólinn í Hafnarfirði var einn af þremur fyrstu framhaldsskólum landsins til að fá jafnlaunavottun á árinu 2019 og jafnlaunamerkið frá Jafnréttisstofu í janúar 2020.

Birt í september 2019
Jafnlaunastefna Flensborgarskólans í Hafnarfirði 

Flensborgarskólinn í Hafnarfirði hefur innleitt jafnlaunakerfi sem nær til alls starfsfólks. Kerfið inniheldur jafnréttisáætlun og byggist jafnlaunastefna Flensborgarskólans á henni. Markmið jafnlaunakerfis Flensborgarskólans er að tryggja launajafnrétti kynjanna. Konum og körlum skulu greidd sömu laun fyrir jafnverðmæt og sambærileg störf og þar með tryggja jafna stöðu kynjanna innan Flensborgarskólans. Jafnlaunastefnan felur í sér skuldbindingar um stöðugar umbætur, eftirlit og viðbrögð.

Skólameistari ber ábyrgð á jafnlaunakerfinu og að það sé í samræmi við lög nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Stjórnendur bera ábyrgð á innleiðingu og viðhaldi í samræmi við jafnlaunastaðalinn. Stjórnendur bera ábyrgð á að rýna skýrslur um jafnlaunakerfi, gæði þess og skilvirkni, sem og að mæla fyrir um tillögu um úrbætur.

Stjórnendur skólans skulu setja fram jafnlaunamarkmið og rýna jafnlaunakerfið árlega. Jafnlaunamarkmiðin ná til allra starfssviða Flensborgarskólans. Jafnlaunamarkmið skulu endurskoðuð út frá niðurstöðum launagreiningar og í samráði við jafnréttisnefnd skólans.

Til þess að framfylgja stefnunni mun Flensborgarskólin framkvæma launagreiningu árlega þar sem borin eru saman jafnverðmæt störf og sambærileg störf og kannað hvort munur mælist eftir kyni. Stjórnendur skulu vera meðvitaðir um að stöðugar umbætur þurfa að eiga sér stað. Stjórnendur skulu jafnframt skuldbinda sig til þess að viðhalda stöðugum umbótum, eftirliti og bregðast við launamun og þeim frávikum sem koma fram við rýni á jafnlaunakerfinu.

Ef kann að koma óútskýrður munur á launum fyrir sambærileg störf skal sá munur skoðaður, leitað skýringa og unnið að úrbótum.