Umhverfis- og loftslagsstefna


Fyrir hönd stýrihóps, Sigríður Erla Viðarsdóttir Mannauðsstjóri  Flensborgarskólans í HafnarfirðiUmhverfis- og loftslagsstefna  


Framtíðarsýn

Loftslagsbreytingar af mannavöldum er ein stærsta áskorun okkar sem byggjum jörðina. Verkefnið er  viðamikið og það er mikilvægt að bæði einstaklingar og stofnanir átti sig á sínum umhverfisáhrifum og  dragi verulega úr þeim. Flensborgarskóli fylgir heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um aðgerðir í  loftslagsmálum með því að auka menntun og meðvitund um hvernig mannauður og stofnanir geta haft  áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum, þar á meðal með snemmbúnum viðbúnaði og viðvörunum. 

Það er hagur okkar allra. 

Flensborgarskóli ætlar að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og halda neikvæðum  umhverfisáhrifum af starfsemi stofnunarinnar í lágmarki. Stofnunin leggur sitt af mörkum til að  skuldbindingum íslenskra stjórnvalda gagnvart Parísarsamkomulaginu sé náð og tekur þannig virkan  þátt í baráttunni við loftslagsbreytingar. 

Flensborgarskóli tryggir að lagalegum kröfum sem tengjast starfsemi hans sé fylgt og vinnur að  stöðugum umbótum á umhverfisstarfi stofnunarinnar. Stofnunin fylgir Grænum skrefum í ríkisrekstri  og leggur þau til grundvallar í allri vinnu. 


Yfirmarkmið 

Flensborgarskólinn ætlar að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) á ársverk um 40% fyrir árið  2030 miðað við árið 2019. Stofnunin stefnir einnig að kolefnishlutlausri starfsemi með því að  kolefnisjafna alla eftirstandandi losun frá árinu 2020. 

Stofnunin mun leggja sérstaka áherslu á eftirfarandi þætti í starfseminni:

• Draga úr flugferðum erlendis og innanlands með áherslu á fjarfundi og breytt vinnulag í  erlendu samstarfi 

• Draga úr óþarfa ferðum starfsfólks til og frá vinnu og leggja áherslu á vistvænar samgöngur 

• Draga úr úrgangi - með minni sóun og aukinni flokkun 

• Draga úr orkunotkun - með orkusparnaðaraðgerðum 

• Breyta verklagi í kringum máltíðir í mötuneyti skólans: sporna gegn matarsóun 

• Gæta vel að matarspori matvæla og gæðum innkaupa á vegum skólans 


Umfang  


Umhverfis- og loftslagsstefna Flensborgarskóla fjallar um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda  (GHL) samkvæmt leiðbeiningum um loftslagsstefnur opinberra aðila en jafnframt um umhverfisáhrif  stofnunarinnar í víðara samhengi. Stefnan tekur til eftirfarandi umhverfisþátta sem unnt er að fylgjast  með og mæla hverju sinni: 

Samgöngur 

▪ Losun GHL vegna flugferða starfsmanna og/eða nemenda innanlands eða erlendis á vegum  skólans  

▪ Losun GHL vegna aksturs á leigubílum 

▪ Fjöldi samgöngusamninga sem stofnunin gerir við starfsmenn 


Orkunotkun 

▪ Rafmagnsnotkun í skólabyggingu  

▪ Heitavatnsnotkun í skólabyggingu 


Úrgangur 

▪ Losun GHL vegna lífræns úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði  

▪ Losun GHL vegna blandaðs úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði  

▪ Heildarmagn úrgangs sem fellur til í skólahúsnæði  

▪ Magn útprentaðs skrifstofupappírs í skólahúsnæði  

▪ Endurvinnsluhlutfall í skólahúsnæði 


Innkaup 

▪ Pappírsnotkun og prentþjónusta  

▪ Magn skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir  

▪ Hlutfall umhverfisvottaðs skrifstofupappírs sem stofnunin kaupir 


Mötuneyti 

▪ Boðið verður uppá minni matarskammta fyrir starfsfólk 

▪ Enn meiri áhersla verður lögð á að bjóða upp á grænmeti og veganrétti 

▪ Afgangar boðnir starfsfólki til kaups í lok dags 

▪ Margnota ílát notuð á fundum og á sérstökum viðburðum á vegum skólans 

▪ Lífrænum úrgangi safnað. Einnig á kaffistofum stofnunar 

▪ Reynt er að bjóða uppá lífrænt ræktaðar eða siðgæðisvottaðar matvörur á fundum eða á  sérstökum viðburðum skólans 


Efnanotkun og ræstiþjónusta 

▪ Magn ræsti- og hreinsiefna sem stofnunin kaupir sjálf og eru notuð í skólanum 

▪ Hlutfall umhverfisvottaðra ræsti- og hreinsiefna sem þjónustuaðili ræstinga notar


Gildissvið 

Stefna þessi tekur til umhverfisáhrifa af innri rekstri Flensborgarskóla og varðar allt starfsfólk  stofnunarinnar. Lögð er áhersla á að mæla þá umhverfisþætti sem falla undir umfang stefnunnar. 


Eftirfylgni 

Í janúar 2021 tóku starfsmenn Flensborgarskóla fyrstu skrefin í átt að Grænu bókhaldi. Niðurstöður  þess verða notaðar til að móta stefnu og aðgerðir í umhverfis- og loftslagsmálum ár hvert. Áætlað er  að skila inn fyrstu skýrslu Græns bókhalds 1. apríl þessa árs og verður því skilað í gagnagátt  Umhverfisstofnunar. Stjórnendur skólans sjá um að taka bókhaldið saman og eru helstu niðurstöður  þess lagðar fyrir á skólafundi til samþykktar auk helstu markmiða og aðgerða. 


Kolefnisjöfnun – lykilatriði innan Flensborgarskóla 

▪ Drögum úr losun GHL vegna samgangna og viðhöldum þeirri fjarfundamenningu sem nú þegar  hefur skapast  

▪ Aukum endurvinnslu og drögum úr úrgangsmyndun og losun GHL vegna úrgangs  

▪ Hugum að orkusparnaði og drögum úr losun GHL vegna orkunotkunar  

▪ Fræðum starfsfólk um innra umhverfisstarf og önnur umhverfismál  

▪ Stöndum vörð um Grænfána skólans í samstarfi við umhverfisnefnd nemenda 

▪ Hvetjum til aukinnar umhverfisvitundar í samfélaginu í samstarfi við nemendur og  nemendafélag 

▪ Stundum umhverfisvæn innkaup  

▪ Fylgjum Grænum skrefum  

▪ Kolefnisjöfnum losun okkar með ábyrgum hætti  

▪ Kynnum okkur og nýtum tæknilegar lausnir sem auðvelda umhverfisstarf 


Loftslagsmarkmið 

Flensborgarskóli ætlar eins og áður sagði að vera til fyrirmyndar í umhverfis- og loftslagsmálum og  hefur sett sér markmið í samræmi við umhverfis- og loftslagsstefnu. Markmið okkar er að draga úr  losun gróðurhúsalofttegunda um 40% til ársins 2030.

 Hér má sjá hvernig markmiðið skiptist milli mismunandi flokka; samgangna, orkunotkunar og úrgangs.  Stærstur hluti losunar frá starfi Flensborgarskóla er til kominn vegna keyrslu starfsfólks og nemenda til  og frá vinnustaðnum. Ætlum við að ná mestum samdrætti þar með því að draga úr akstri eins og hægt  er og stuðla að umhverfisvænni samgöngum. Það er til dæmis gert með samgöngusamningum  starfsfólks og með aukinni fræðslu til nemenda.  

Átta orkustöðvar hafa verið settar á bílastæði skólans, hjólaskýli hefur verið reist og eru þrjú  rafmagnshjól til notkunar fyrir starfsfólk. Hugað verður að því að breyta kennslufyrirkomulagi við  skólann fyrir árið 2022 í 4:1, þá yrði kennt í húsi fjóra daga vikunnar en fjarkennt einn dag. Einnig hefur  verið talsverð losun vegna úrgangs sem ætlunin er að draga úr. Einnig er stefnt að því að minnka matarspor Flensborgskóla með því að bjóða upp á umhverfisvænni lausnir sem búið er að reikna  kolefnisspor máltíða. 

▪ Samgöngur 40%  

▪ Orkunotkun 10%  

▪ Úrgangur 50%  


Eftirstandandi losun hvers árs vegna þessara þátta verður kolefnisjöfnuð með kaupum á áreiðanlegum  kolefniseiningum og/eða í samstarfi við Gróður fyrir fólk – GFF, Skógræktarfélag Hafnarfjarðar og  Votlendissjóð Íslands.


ÚTGEFIÐ 19. FEBRÚAR 2021