Stakur viðburður

Aðalfundur Foreldraráðs

Foreldraráð Flensborgarskólans heldur aðalfund sinn n.k. mánudag, 16. október kl 19:30. Fundurinn er í Hamarssal. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf og svo taka við fræðsluerindi um tölvu- og símafíkn og ábyrgð þess efnis sem fólk birtir á netinu. Reiknað er með að fundurinn standi í um tvo tíma. 

Foreldrar eru hvattir til að mæta á fundinn.