Stakur viðburður

Morfís á föstudaginn

Þessar þrjár stúlkur eru ræðumenn Morfís-liðs skólans þetta árið. Á föstudaginn næsta keppa þær í fyrstu umferð (16 liða úrslitum) keppninnar. Þær etja þá kappi við lið nágranna okkar í FG. Keppnin verður háð í FG og hefst klukkan 20:00.

Stúlkurnar heita Saga, Birgitta og Una. Með þeim verður liðsstjórinn Lárus Ottó. 

Liðum Flensborgarskólans hefur gengið mjög vel síðustu ár, þau urðu meistarar 2014 og hrepptu 2. sætið í fyrra, þrátt fyrir að hafa fengið fleiri stig en Verslunarskólinn, sem var úrskurðaður sigurvegari vegna þess að 3 af 5 dómurum dæmdu þeim sigur.

Skólinn óskar krökkunum góðs gengis í keppninni á föstudaginn.