Stakur viðburður

Vel heppnaðir Vakningadagar

Það voru saddir og sælir nemendur sem gengu út eftir daginn, tilbúnir í vetrarfrí. Vikan sem er að líða hefur verið viðburðarrík og lukkast vel.

Þetta hófst allt saman á mánudaginn en þá byrjaði miðasala á árshátíð nemenda. Til að hita upp fyrir komandi ball kom Bríet í heimsókn og söng nokkur lög við góðar undirtektir.

Á miðvikudaginn var Mennta- og starfatorgið. Þá var hér fullur skóli á fyrirtækjum og menntastofnunum að kynna sig fyrir nemendum. Áhugasamir nemendur gengu um skólann og kynntu sér það sem var í boði.

Í dag sá Nemendafélagið um dagskrána og var með margvísleg námskeið og fyrirlestra. Meðal gesta voru Sigga Dögg, kynfræðingur, og Sigga Kling. Eftir námskeiðin var boðið upp á pizzur og árshátíðarmyndabandið sýnt á sal skólans.

Frábærir Vakningadagar eru á enda og Árshátíð nemenda í kvöld - síðan vetrarfrí!

Við þökkum öllum sem heimsóttu okkur kærlega fyrir komuna.