Stakur viðburður

Nýnemaferð

Nýnemar far í dag í ferðalag. Lagt er af stað frá skólanum upp úr hádegi, en nemendur eiga að mæta kl 12:00. Farið verður með rútum til Hveragerðis þar sem þau fara í ýmsa leiki og skemmta sér. Þar verða grillaðar pylsur og bulsur. Nemendur setja upp s.k. „slip-n-slide“ braut, þar sem þau renna sér í bleytu, svo þau þurfa að hafa með sér handklæði og aukaföt. Ferðin endar á kvöldvöku þar sem starf nemendafélagsins er kynnt, nefndir o.fl.

Skipulag ferðarinnar var rækilega auglýst meðal nemenda síðustu daga.

Rútur verða til baka, annars vegar síðdegis, fyrir þau sem þurfa að mæta á íþróttaæfingar og þess háttar, og hins vegar um kvöldið, eftir kvöldvökuna. Reiknað er með að seinna rútuhollið komi til baka um áttaleytið.