Stakur viðburður

Landskeppnin í líffræði

Landskeppni framhaldsskólanna í líffræði verður haldin miðvikudaginn 15. janúar 2020 klukkan 9:00-10:00 í stofu M302.
 
Þátttaka er opin öllum framhaldsskólanemum landsins. Þeim keppendum sem standa sig best í landskeppninni verður boðið að taka þátt í verklegum æfingum í Háskóla Íslands á vorönn. Úr þeim hópi verður síðan valinn 4 manna hópur sem keppir fyrir Íslands hönd á ólympíuleikunum í líffræði í Japan næsta sumar
 
Keppnin er á formi krossaprófs með 50 spurningum á ensku. Keppendur fá úthlutaðan ensk-íslenskan orðalista með prófinu. Prófið er samið skv. áherslum ólympíuleikanna í líffræði og byggir á alþjóðlegu námsefni fyrir framhaldsskóla. 
 
Keppnin fer fram samtímis um land allt. Nemendur skrá sig til leiks hérSkráning er opin til 10. janúar 2020