Foreldraráð

Foreldraráð Flensborgarskólans

Markmið félagsins er að:

 • Efla samstarf milli foreldra og skólans um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
 • Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna og veita stjórn skólans og starfsliði aðhald.
 • Gæta að hagsmunamálum nemenda skólans.
 • Efla samráð og samstarf milli foreldra og við foreldra.
 • Vera bakhjarl skólans og stuðla að bættum hag hans.
 • Miðla upplýsingum um skólastarf við Flensborgaskólann til foreldra og forráðamanna unglinga sem þar stunda nám.

Stjórnina skólaárið 2019-2020 skipa:

Andri Ægisson, formaður

Kristján E. Ásvaldsson, gjaldkeri

Sigríður Eva Arngrímsdóttir, ritari

Kristjana Ósk Jónsdóttir

Oddný Ármannsdóttir

Valdimar Ómarsson

Netfang foreldraráðs: foreldrarad@flensborg.is

Tengiliður starfsmanna við stjórnina

Viðar Ágústsson - vidara@flensborg.is  


Skólaárið 2018-2019 var stjórnin skipuð á þennan veg:

Thelma Jónsdóttir, formaður

Andri Ægisson

Friðleifur Friðleifsson

Íris Björnsdóttir

Jónína Birna Björnsdóttir

Kristján Ásvaldsson og 

Svanhildur Hlöðversdóttir


Árið 2017-2018 var stjórnin skipuð á þennan veg:

Hildur Pétursdóttir formaður

Guðný Danivalsdóttir

Friðleifur Friðleifsson

Jónína Birna Björnsdóttir

Jóhanna Árnadóttir

Svanhildur Hlöðversdóttir

Thelma Jónsdóttir

Lög foreldraráðs Flensborgarskólans

Lög foreldraráðs Flensborgarskólans lögð fram á stofnufundi félagsins 1.10. 2008 og samþykkt á 1. aðalfundi 4. nóvember 2008. Breyting var gerð á 5. grein á aðalfundi 17. nóv. 2009.

1. grein

Félagið heitir Foreldraráð Flensborgarskólans. Aðsetur þess er í Hafnarfirði.


2. grein

Félagsmenn eru foreldrar og forráðamenn nemenda sem stunda nám við Flensborgarskólann.


3. grein

Markmið félagsins eru að:

 • Efla samstarf milli foreldra og skólans um málefni sem varða velferð, menntun og þroska nemenda.
 • Vera samráðs- og samstarfsvettvangur foreldra og forráðamanna og veita stjórn skólans og starfsliði aðhald.
 • Gæta að hagsmunamálum nemenda skólans.
 • Efla samráð og samstarf milli foreldra og við foreldra.
 • Vera bakhjarl skólans og stuðla að bættum hag hans.
 • Miðla upplýsingum um skólastarf við Flensborgarskólann til foreldra og forráðamanna unglinga sem þar stunda nám.

4. grein

Aðalfundur fer með æðsta vald í málefnum félagsins. Hann skal haldinn eftir skólasetningu á hverju hausti, ekki síðar en 15. október. Aðalfund skal boða bréflega eða með auglýsingu í fjölmiðlum. Til hans skal boðað með að minnsta kosti 7 daga fyrirvara og dagskrá. Aðalfundur er löglegur ef löglega er til hans boðað.  Í atkvæðagreiðslu á aðalfundi ræður einfaldur meirihluti atkvæða. 
Dagskrá aðalfundar skal vera:

 • Kosning fundarstjóra og fundarritara
 • Skýrsla stjórnar og endurskoðaðir ársreikningar
 • Lagabreytingar; Starfsáætlun fyrir næsta ár
 • Kosning formanns og a.m.k tveggja annarra stjórnarmanna
 • Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
 • Kosning áheyrnarfulltrúa í skólanefnd.
 • Fundargerð aðalfundar skal send skólameistara Flensborgarskólans.

5. grein

Stjórnarmenn skulu vera sex og kosnir til tveggja ára í senn.  Formaður er kosinn sérstaklega en að öðru leyti skiptir stjórnin sjálf með sér verkum.  Stjórn skal fylgja samþykktum aðalfundar.  Hún skal halda gerðabók þar sem gerð er grein fyrir starfsemi félagsins og stjórnarfundum.

6. grein

Stjórn félagsins er frjálst að taka við styrkjum og beita sér fyrir fjáröflun í þágu félagsins en hún getur ekki innheimt félagsgjöld.

7. grein

Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi félagsins. Tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn áður en skóli er settur að hausti. Tillögur um lagabreytingar sem bornar eru upp á aðalfundi skulu kynntar í fundarboði.

Lög þessi öðlast gildi 1. október 2008.