Tölvuþjónusta

Tölvuþjónusta í skólanum

Stefna Flensborgarskólans er að nemendur og starfsfólk nýti sér tölvutækni við störf sín í skólanum. Námið er m.a. skipulagt í kennslukerfinu Innu, þar sem kennarar setja inn námsefni, verkefni o.fl. 

Nemendum býðst að nota þráðlaust netkerfi skólans. Tölvur og símar geta tengst því án vandræða, hvar sem er í skólahúsinu. Ekkert aðgangsorð er að netinu.

Almennt er reiknað með að nemendur nýti eigin fartölvur, spjöld og síma í skólanum. Einnig býðst aðgangur að nokkrum tölvum á tölvutorgi skólans, á 2. hæð í Hamri. 

Í tölvstofu skólans, M207, eru 20 borðtölvur, sérstaklega ætlaðar til kennslu í forritun í Visual Studio.

Kennarar fá úthlutað fartölvum sem þeir nýta við kennslu, tengja við skjávarpa o.þ.h.

Þurfi aðstoð við tæknimál má leita til umsjónarmanns tölvumála eða skrifstofu skólans.

Nemendur og starfsmenn eru skráðir í Office 365, kerfi frá Microsoft. Á slóðinni www.office.com geta nemendur skráð sig inn með aðgangsorðinu kennitala@nff.is og lykilorði sem þeir fá úthlutað. Þar geta þeir hlaðið Office-vöndlinum inn á allt að 5 tölvur, hafa aðgang að OneDrive, OneNote, Teams, myndbandasvæði o.fl. 

 1. Fara inn á office.com í netvafra að eigin vali.
 2. Smella á "Sign in"  og skrifa þar inn kennitala@nff.is og smella á next
 3. Skrifa næst inn lykilorðið sem ykkur var úthlutað (talið við umsjónarmann tölvumála eða skrifstofu ef ykkur vantar lykilorð)
 4. Við fyrstu innskráningu þarf að velja sér netfang eða símanúmer til að fá staðfestingarkóða sendan. Veljið annaðhvort og stimplið inn kóðan í reitin sem birtist.
 5. þegar þið eruð komin inn á office.com er hnappur uppi hægra megin sem er "install office", smellið á hann og veljið fyrsta valkostinn.
 6. við það byrjar OfficeSetup.exe að hlaðast niður, veljið "Run" sem birtist eða smellið á OfficeSetup.exe.
 7. Næst byrjar ferli sem office leiðir ykkur í gegnum, veljið Yes í þeim valkostum sem birtist og leyfið office að hlaðast inn á tölvuna ykkar.
 8. Þið munið sjá framfarastiku (loading bar) sem sýnir hversu mikið er búið af uppsetningunni. leyfið henni að klárast og þá er þetta komið!

Til að komast inn í fjarkennslutíma í Innu þarf eftirfarandi að vera tilbúið:

Fyrir MacOS og iOS þarf að nota safari og leyfa pop-ups

    iOS:    

 1.     Fara inn í Settings
 2.     Velja Safari vinstra megin
 3.     Undir General er valkostur sem er "Block Pop-ups"
 4.     Afvirkja þennan flipa (flipinn er grænn þegar hann er virkur og grár þegar hann er afvirkjaður)

    MacOS:

 1.     Fara í Preferences 
 2.     Fara í Security and privacy
 3.     Fara í Websites og smella á Pop-up Windows
 4.     Niðri í hægra horni er valkostur um að "block", "allow" eða "block and notify"
 5.     Veljið annað hvort "allow" eða "block and notify" 

Ef "block and notify" er valið þá spyr safari þegar þið farið inn á síður hvort þið viljið blocka eða leyfa vefsíðum að nota pop-ups.

Það þarf að leyfa innu að nota pop-ups.

 

Forsíðan í InnuÁfangar í Innu


Word: Breyta tungumáli


Word: Setja inn fyrirsagnir og efnisyfirlit

 

Word: Setja inn greinarskil


Word: Setja myndir inn í word skjal

Stundataflan í InnuVerkefnaskil í Innu


Word: Setja inn blaðsíðutal


Word: Hvernig á að breyta um letur


Word: Setja inn síðuhaus og síðufót