Umsjón

Nemendur á fyrsta og öðru ári eru með umsjónarkennara. Meginhlutverk umsjónarkennarans er að vera til ráðgjafar og leiðsagnar og vera tengiliður nemenda og skóla.

VIBS1LO01 er áfangi útskriftarefna þar sem umsjónarkennari er til staðar. Þau hittast vikulega. Í tímunum er Dimmission undirbúin, þau fá námskynningar o.fl. Kennari þessa hóps er umsjónarkennari hans og starfar sem slíkur sbr. hér að ofan.

Nemendur sjá sjálfir um val sitt fyrir hverja önn, en upplýsingar um framkvæmd eru vel auglýstar hverju sinni og geta nemendur haft samband við sviðstjóra eða námsráðgjafa ef þeir þurfa aðstoð.