- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Hér eru leiðbeiningar um hvernig þú velur í Innu.
Hér má sjá áfanga í boði fyrir haustönn 2025: Áfangar í boði fyrir haustönn 2025
Smellið hér til að sjá námsbrautirnar okkar
Hér eru þrjár hjálparmyndir sem sýna námsleið nemenda í gegnum íslensku, ensku og stærðfræði.
Ef þú vilt ljúka náminu á þremur árum er mikilvægt að þú veljir ávallt sex áfanga og íþróttir, eða sjö almenna áfanga sértu búin/n með íþróttir eða á afrekssviði. Afar mikilvægt er að setja a.m.k. tvo áfanga í varaval. Athugaðu að ekki er hægt að staðfesta valið ef þú hefur ekki valið áfanga í varavali. Afar mikilvægt er að nemendur staðfesti valið á Innu þegar áfangar hafa verið valdir.
Þeir sem eiga 6-8 áfanga eftir (Að hámarki 40 einingar) og stefna á útskrift í des 2025 velja í samráði við áfangastjóra (Miðvikudaginn 19. mars kl. 12 - 15.30 í stofu H201 eða samkvæmt samkomulagi).
Valið er opið í eina viku, frá mánudeginum 17. mars og fram til föstudagsins 21. mars. Hægt er að fá aðstoð við valið á Græna torginu alla valvikuna frá kl. 11-12:35.