- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Það er skýr stefna Flensborgarskólans að einelti og ofbeldi verði ekki liðið í skólanum. Með ofbeldi er átt við líkamlegt, andlegt eða kynferðislegt ofbeldi. Einelti er endurtekið, neikvætt, meðvitað eða ómeðvitað atferli eins eða fleiri einstaklinga sem beinist gegn ákveðnum einstaklingi. Ójafnvægi er milli geranda og þolanda sem upplifir sig vanmáttugan. Mikilvægt er að hafa í huga að allir geta orðið fyrir einelti eða ofbeldi. Vakni grunur eða liggi fyrir staðfesting um að einelti eða ofbeldi sé í gangi skal tekið á málunum strax.
Grunur um einelti/ofbeldi
Ef grunur er um að einelti/ofbeldi eigi sér stað skal sá sem fær vitneskju um málið hafa samband við umsjónarkennara, námsráðgjafa eða stjórnendur skólans. Kanna skal allar ábendingar til hlítar. Hægt er að koma ábendingum á framfæri með því að hitta ofangreinda aðila á skólatíma, hafa samband símleiðis eða senda tölvupóst (námsráðgjafar - skólameistari, aðstoðarskólameistari - umsjónarkennarar). Unnið er með ábendingar í trúnaði sé þess óskað.
Hægt er að senda ábendingar um einelti á flensborg@flensborg.is og þá berst pósturinn eingöngu stjórnendum skólans.
Meginmarkmið eineltisáætlunar
• að til sé skilvirkt ferli sem fylgt er þegar upp koma ábendingar um hugsanlegt eða staðfest einelti/ofbeldi
• að ferli eineltismála sé öllum þeim sem að skólasamfélaginu koma ljóst og upplýsingar um það séu aðgengilegar
• að vera forvarnaráætlun
• að stuðla að jákvæðum samskiptum
Birtingarmyndir
Birtingarmyndir eineltis/ofbeldis geta verið margs konar:
• Félagslegt einelti: t.d. baktal, rógi dreift um viðkomandi, útilokun, hunsun eða höfnun frá félagahópi.
• Rafrænt einelti: t.d. skilaboð eða færslur á samfélagsmiðlum, facebook, twitter, snapchat o.s.frv.
• Beint líkamlegt ofbeldi: t.d. að slá, sparka eða hrinda.
• Efnislegt einelti: t.d. skemmdir á eigum svo sem fatnaði.
• Kynferðisleg áreitni/ofbeldi: t.d. líkamleg, orðabundin eða táknræn athugasemd eða spurningar um kynferðisleg málefni.
Einelti á sér stað í framhaldsskólum líkt og á öðrum stöðum í samfélaginu en birtingarmynd þess er líkari því sem gerist á vinnustöðum en í grunnskólum. Birtingarmyndir í framhaldsskólum eru aðallega af andlegum og félagslegum toga. Rafrænt einelti hefur einnig aukist með breyttu samskiptaformi og getur oft verið mjög dulið. Kynferðisleg áreitni/ofbeldi er ein tegund eineltis, hún er kynferðisleg hegðun sem er ósanngjörn og/eða móðgandi og í óþökk þess sem fyrir henni verður.
Vísbendingar um einelti/ofbeldi
Verði breytingar á líðan og hegðun einstaklings ber að skoða hvort hugsanlegt sé að viðkomandi upplifi að hann verði fyrir einelti/ofbeldi. Afleiðingar geta lýst sér sem almenn vanlíðan og því mikilvægt að ræða við hlutaðeigandi um hvað hann telji að valdi breyttri líðan eða hegðun. Líkamleg og sálræn einkenni geta komið fram og þróast út í mjög alvarleg einkenni sé ekkert að gert.
Sálrænar afleiðingarnar geta til dæmis birst í
• kvíða eða þunglyndi,
• miklum skapsveiflum,
• ótta eða örvæntingu,
• minnimáttarkennd eða minnkuðu sjálfsáliti,
• andúð á skóla eða vinnu,
• félagslegri einangrun eða öryggisleysi,
• biturð eða hefndarhug,
• sjálfsvígshugleiðingum.
Líkamlegar afleiðngar geta til dæmis birst í
• svefnleysi eða svefnóróa,
• höfðuðverk eða vöðvabólgu,
• hjartsláttartruflunum, skjálfta eða svima,
• þreytutilfinningu eða sljóleika.
Hafa ber í huga að það er ekki einungis sá sem verður fyrir eineltinu/ofbeldinu sem skaðast. Fjölskylda þolanda finnur oft fyrir miklu álagi þar sem afleiðingar eineltis/ofbeldis geta haft svo víðtæk áhrif. Þar sem einelti/ofbeldi er látið viðgangast í skóla eða á vinnustað getur það einnig haft umtalsverð áhrif á þá sem þar starfa og mótað þann vinnuanda sem ríkir. Það er því ábyrgð allra þeirra sem verða varir við einelti/ofbeldi af einhverju tagi að koma ábendingum þar um til réttra aðila til að hægt sé að vinna með málið.
Áhersla á jákvæð samskipti í skólasamfélaginu og skýr stefna um að einelti sé ekki liðið er lykilþáttur í forvörnum. Það er því mikilvægt að efla vitund allra í skólasamfélaginu um jákvæð samskipti og að þau séu einkennandi í öllu starfi skólans. Í Flensborgarskólanum er lögð áhersla á að:
Umræður og verkefni um jákvæð samskipti séu eðlilegur hluti af skólastarfi m.a. með því að:
Efla og viðhalda vitund allra aðila um mikilvægi jákvæðra samskipta m.a. með því að:
Skólinn sé eftirsóttur vinnustaður fyrir alla nemendur og starfsfólk m.a. með því að: