- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku
Í reglugerð nr. 654/2009 um rétt nemenda í framhaldsskólum til kennslu í íslensku segir að framhaldsskólar skulu setja sér móttökuáætlun fyrir nemendur með annað móðurmál en íslensku. Þar er tekið fram að áætlunin skuli taka mið af bakgrunni þeirra, tungumálafærni, færni á öðrum námssviðum og af þeirri kennslu og stuðningi sem veitt er.
Samstarf við Hafnarfjarðarbæ
Nemendur eru innritaðir í gegnum fjölskyldu- og barnamálasvið sveitarfélaga í nærumhverfi Flensborgarskólans. Sérfræðingur/fulltrúi sviðsins hefur umsjón með nemendum (flóttabörn/hælisleitendur), er málsstjóri þeirra og er í samstarfi við bæði stjórnendur skólans og nemendaþjónustu. Nemendur fá sértæka stundatöflu þar sem áhersla er lögð á íslensku, ensku, skapandi greinar og að þeir aðlagist aðstæðum sem best.
Við skólaskil
Nemendur geta farið í undirbúningsáfanga í íslensku (ÍSLE1UB, ÍSLE1MR), sótt sér aðstoð við verkefnavinnu, lesskilning og ritgerðarvinnu í ritver skólans en einnig sótt aðstoð til nemendaþjónustu skólans.
Skiptinemar
Mál nemenda sem eru í skiptinámi við skólann fara almennt til áfangastjóra eða aðstoðarskólameistara en stuðningur námsráðgjafa og sérkennsluráðgjafa stendur þeim að sjálfsögðu einnig til boða.
Allir skiptinemar eru settir í grunnáfanga í íslensku sem heitir ÍSAN1BE05 / ÍSAN1BT05. Að öðru leyti eru stundatöflur skiptinema settar upp í samráði við hvern og einn út frá áhuga og námsgetu.
Móttökuviðtal
Nemendaþjónusta Flensborgarskólans, þ.e. námsráðgjafar og nemenda- og kennsluráðgjafi, eru nemendum með annað móðurmál en íslensku til aðstoðar. Námsráðgjafi, í samráði við stjórnendur skólans, skipuleggur móttökuviðtal við nemanda (flóttabörn/hælisleytendur/skiptinema/nemendur við skólaskil) og foreldra/málsstjóra hans. Skólinn útvegar túlk í viðtalið ef þess er þörf og þá verður nemenda- og kennsluráðgjafi einnig viðstaddur. Í viðtalinu aflar námsráðgjafi upplýsinga um bakgrunn nemenda og aðstæður. Þá er nemanda og foreldrum/málsstjóra veittar allar nauðsynlegar upplýsingar um það nám sem stendur nemandanum til boða í skólanum, starfsemi skólans, þjónustu og skólareglur. Einnig verður stuðningur sem stendur nemandanum til boða, bæði í formi stuðnings nemendaþjónustu auk annars stuðnings svo sem kennslu í ÍSAN (íslenska fyrir útlendinga) og aðstoð við heimanám, kynntur í viðtalinu.
Í viðtalinu fá nemandi og foreldrar/málsstjóri einnig upplýsingar um þá starfsemi sem skólinn býður upp á utan lögbundinnar kennslu eins og til dæmis það félags- og tómstundastarf sem nemendafélag skólans stendur fyrir. Þá er einnig hugað að félagslegum tengslum nemendans, með þeim möguleika að koma upp vináttutenglum (mentorum) í nemendahópnum.
Gerð einstaklingsnámskrár fyrir nemendur
Námskrá fyrir nemendur frá Hafnarfjarðarbæ (flóttabörn/hælisleitendur)
Nám fyrir nemendur af erlendum uppruna sem hafa enga þekkingu né færni í íslensku tungumáli. Nemendur geta einnig haft ólíkan bakgrunn hvað varðar tungumál, menningu og skólafærni. Auk tíma í umsjón er boðið er upp á grunnnám í íslensku og menningarlæsi, ensku, matreiðslu, íþróttum og myndlist í eftirfarandi áföngum:
Námsgrein |
Haustönn |
Vorönn |
Íslenska og menningarlæsi |
ÍSAN1BE05 / ÍSAN1BE08 |
ÍSAN1BT05 / ÍSAN1BT08 |
Íslenska og umsjón |
ÍSAN1GU02 |
ÍSAN1GU02 |
Enska |
ENSK1GM05 |
ENSK1MF05 |
Matreiðsla |
MATR1ÍN05 |
MATR1AM05 |
Íþróttir |
HLSE1XX02 |
HLSE1XX02 |
Myndlist |
MYNL1SE05 / MYNL1LM05 |
MYNL1UT05 / MYNL1LM05 |
Við námslok er reiknað með að nemendur séu annað hvort undirbúnir fyrr meira nám í íslenskum framhaldsskólum eða hafi bætt svo mjög íslenskukunnáttu sína að hún nýtist vel á vinnumarkaði.
Skipulag samstarfs milli kennara og sérfræðinga innan skólans
Samstarf er á milli kennara sem kenna nemendum með annað móðurmál en íslensku kjarnaáfangana (sbr. ensku og íslensku) sem þeir þurfa að taka en námsráðgjafi eða nemenda- og kennsluráðgjafi sjá um milligöngu milli þeirra kennara sem kenna önnur fög.
Uppfært í mars 2023.