- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
- Spurt og svarað
Bæjarbrúin - nám á framhaldsskólastigi fyrir grunnskólanemendur
Um Bæjarbrúna:
Bæjarbrúin er verkefni á vegum Flensborgarskólans. Markmið Bæjarbrúarinnar er að veita bráðgerum og duglegum nemendum í 10. bekk nám við hæfi og gefa þeim tækifæri til að vinna sér í haginn fyrir framhaldsskólanám. Boðið er upp á nám í grunnáföngum á framhaldsskólastigi í stærðfræði og ensku. Væntanlegir nemendur þurfa því að hafa lokið námi í viðkomandi grein eða sýnt fram á framúrskarandi færni við lok 9. bekkjar í sínum grunnskóla. Áfangarnir eru kenndir í blöndu af stað- og fjarnámi, þar sem nemendum er gert að mæta í tíma í Flensborgarskólanum einn dag í viku, en að öðru leyti eru áfangarnir kenndir í fjarnámi og er rík áhersla lögð á það að nemendur beri ábyrgð á því að sinna vinnu áfangans jafnt og þétt yfir önnina.
Áfangar í boði:
Á haustönn eru tveir áfangar í boði fyrir nemendur:
- STÆR2AF05
- ENSK2HF05
Standist nemendur lágmarkskröfur í áföngunum (lokaeinkunn 8 og hærra) fá þeir að halda áfram, kjósi þeir það sjálfir, á vorönn og taka framhaldsáfanga í sömu fögum:
- STÆR2TL05
- ENSK2SO05
Námsfyrirkomulag:
Kennsla í Bæjarbrúnni er blanda af stað- og fjarnámi. Áfangarnir eru í grunninn kenndir í fjarnámi, en þó er gerð krafa um mætingu hingað í skólann þegar um staðkennslu er að ræða einu sinni í viku. Áfangarnir eru kenndir í staðkennslu frá klukkan 15.50-16.50 og síðan klukkan 16.50-17.50 alla þriðjudaga hér í Flensborgarskólanum.
Nemendur í Bæjarbrúnni fá aðgang að Innu námsumhverfinu. Foreldrar og forráðamenn fá samhliða aðgang og geta því fylgst vel með námi barna sinna, en allar upplýsingar um námið, ásamt skilaboðum frá kennara o.fl. er sent í gegnum Innu.
Sé lokapróf í áfanganum mun það koma fram í kennsluáætlun áfangans sem er aðgengileg á Innu.
Gjaldskrá:
Allir nemendur Flensborgarskólans greiða 6.000 kr. innritunargjald við upphaf hverrar annar. Hver áfangi í Bæjarbrúnni kostar 18.000 kr. en þó er veittur afsláttur kjósi nemandi að taka bæði stærðfræði og ensku. Gengið er frá greiðslu í inrritunarferli. Athugið vel að námsgjöld eru EKKI endurgreidd. Gjaldskráin er eftirfarandi:
Haustönn | Verð: Innritunargjald + áfangagjald |
STÆR2AF05 | 6.000 + 18.000 = 24.000 kr. |
ENSK2HF05 | 6.000 + 18.000 = 24.000 kr. |
STÆR2AF05 og ENSK2HF05 saman | 6.000 + 18.000 + 10.800 = 34.800 kr. |
Vorönn | Verð: Innritunargjald + áfangagjald |
STÆR2TL05 | 6.000 + 18.000 = 24.000 kr. |
ENSK2SO05 | 6.000 + 18.000 = 24.000 kr. |
STÆR2TL05 og ENSK2SO05 saman | 6.000 + 18.000 + 10.800 = 34.800 kr. |