Nemenda- og kennsluráðgjöf

Nemenda- og kennsluráðgjafi skólans sér um að halda utan um greiningar og sérúrræði í námi. Skrifstofa hennar er í Brekku, 2. hæð á móti stofu B204

Bókunarsíða

Viðtalstímar eru á miðvikudögum og fimmtudögum eða eftir samkomulagi.

Nemenda- og kennsluráðgjafi er:

Rannveig Klara Matthíasdóttir - rannveigklara@flensborg.is 

Sérúrræði í lokaprófum

 

Hafi nemandi framvísað gögnum sem segja til um t.d. athyglisbrest, ofvirkni, lestrar- eða stærðfræðierfiðleika eða aðra sértæka námserfiðleika, á hann rétt á að sækja um eftirfarandi úrræði í lokaprófum á hverri önn:

Fámennari stofu.
Próf þreytt í tölvu. Það gefur nemanda kost á að lita bakgrunn texta, aðlaga stærð leturs o.fl.
Aðstoð talgervils. Þannig getur nemandi hlustað á upplestur próftextans eins oft og hann kýs.

Afar mikilvægt er að nemendur komi gögnum um greiningu á námsörðugleikum til skrifstofu skólans sem sér um að koma gögnunum á INNU, í upphafi náms.

Sótt er um sérúrræði prófa í INNU sem er auglýst með tölvupóstum og á INNU í aðdraganda lokaprófa. Allar nánari upplýsingar veitir nemendaþjónusta skólans.