Miðannarmat

Miðannarmat er útfyllt af kennara í hverjum áfanga fyrir sig og birtist nemendum og foreldrum/forráðamönnum um miðbik hverrar annar. Þar tekur kennari saman árangur hvers nemanda í áfanga það sem af er og setur upp í einfalt einkunnakerfi, þar staða þeirra í áfanganum birtist á einfaldan máta. Í matinu er tekið tillit til námsárangurs, mætingar og virkni nemenda. Einkunnagjöf miðannarmatsins er eftirfarandi:

G – Gott

V – Viðunandi

Ó – Óviðunandi

X – Ekki hægt að meta nemanda


Í umsagnarreit fá nemendur síðan hrós eða athugasemdir frá kennara eftir því sem við á.

Tilgangur miðannarmatsins er að nemendur og foreldrar/forráðamenn sjái námsstöðuna í hverjum áfanga fyrir sig þegar hver önn er um það bil hálfnuð og geti því brugðist við ef á þarf að halda. Umsjónarkennarar á fyrsta og öðru ári fá einnig niðurstöður matsins til sín og nota það í samtölum við umsjónarnemendur sína um framvindu námsins.