Um safnið

Bókasafn Flensborgarskólans

Flensborgarskólinn var stofnaður árið 1882 til minningar um Böðvar Þórarinsson. Bókasafnið hóf upphaflega starfsemi sína einum áratug síðar eða veturinn 1893-1894. Það er því meira en einnar aldar gamalt. Nafn þess var þá Bókasafn Skinfaxa og umsjón þess var í höndum nemenda sem borguðu einnig til þess ákveðna fjárhæð árlega og einnig voru ýmsar skemmtanir haldnar til styrktar safninu. Safn þetta lýkur göngu sinni á árum heimsstyrjaldarinnar síðari.

Á árunum um eða eftir 1970 var safnið tekið upp úr kössum og hefur það starfað samfellt síðan. Safnið er búið miklum bókakosti. Fyrsti bókavörður þess var Eyjólfur Guðmundsson, kennari.

Hlutverk safnsins

Hlutverk bókasafnsins er að veita nemendum alhliða aðstoð í upplýsingaöflun og jafnframt að stuðla að upplýsingalæsi nemenda og sjálfstæðum vinnubrögðum þeirra í leit og úrvinnslu heimilda, óháð því í hvaða formi upplýsingarnar eru.

 

Bókasafn skólans er staðsett á 1. hæð í Miðhúsi.