Hvernig kemst ég inn í skólann?
Til að verða nemandi við Flensborgarskólann þarf að hafa lokið grunnskólaprófi.
- Á umsókn til skólans þarf nemandi að velja sér námsbraut og þriðja tungumálið. Einnig er hægt að velja sér námssvið ef áhugi er fyrir hendi (Alþjóðasvið, Félagslífssvið, Íþróttaafrekssvið, Listasvið eða Tæknisvið).
- Nemendur með einkunnina C+ eða lægra raðast í áfanga á 1. hæfniþrepi í samsvarandi grunnfagi (íslensku, ensku, stærðfræði eða dönsku). Þeir eru undanfarar áfanga á 2. hæfnisþrepi.
- Nemandi sem er með B eða hærra fer beint í áfanga á 2. hæfnisþrepi.