- Skólinn
- Námið
- Þjónusta
- Starfsfólk
- Skólaskjár
- Enska
- Leiðbeiningar
Tilurð
Græn skref í ríkisrekstri er verkefni allra ríkisstofnana til að efla umhverfisstarf sitt. Græn skref er árangursrík leið fyrir stofnanir og fyrirtæki til að vinna markvisst að umhverfismálum. Skrefin eru fimm og er unnið eftir skýrum gátlistum. Fullnusta þurfti verkefninu fyrir árslok 2021 og fagnaði Flensborgarskólinn árangri sínum í janúar 2022.
Markmið
Markmiðið er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum Flensborgarskólans, efla umhverfis- og sjálfbærnivitund starfsfólk og nemenda. Einnig að auka vellíðan þeirra og bæta starfsumhverfi og draga úr rekstrarkostnaði.
Ferlið
Fyrstu tvö skref voru fullgilt í maí 2021. Helstu aðgerðir voru að minna á orkusparnað raftækja, mikilvægi góðrar umgengni, auka fjölbreyttan kost í mötuneyti, þ.á.m. grænmetisrétti, sporna gegn matarsóun með því að bjóða upp á hálfan og heilan skammt og endurnýta pappír. Í framhaldi af fullgildingu hélt starfsmannahópurinn í Skógrækt Hafnarfjarðar til þess að kolefnisjafna samgöngur starfsmanna en afar brýnt er að leggja lóð á vogarskálarnar til að draga úr áhrifum loftslagsbreytinga. Gróðursettar voru birki og reyniplöntur á svæði í Langholtsdal en þar hafði sína brunnið og því nægt tilefni til að hefjast handa og rækta upp á nýtt.Við sama tilefni sýndi nemendafélag skólans viðleitni til að kolefnisjafna nemendur og styrkti Votlendissjóð um 68.000 krónur. Einnig var skorað á nemendafélag FG til að gera það sama, með það að markmiði að fleiri framhaldsskólar sýndu ábyrgð í samfélagsmálum.
Næstu tvö skref voru fullgilt í október 2021. Helstu aðgerðir voru að kynna verkefnið vel, virkja nemendur í gegnum umhverfisnefnd, huga að reglum um innkaup, taka upp skráningu í mat, fara yfir flokkunarleiðir skólans og kynna þær, sporna gegn matarsóun með því að vigta matarsóun og vekja athygli á því og fleira. Skrefunum tveimur var fagnað á afmæli skólans 1. október. Þá heimsótti umhverfisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, skólann og ávarpaði bæði starfsfólk og umhverfisnefnd nemenda, erindi var flutt um fjallamennsku og vígt var hið svokallaða græna torg, en Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur, málaði og skreytti vegg við torgið sem segir sögu umhverfismála og minnir á nærumhverfið og mikilvægi þess að hlúa að því.
Vinnu við fimmta skrefið er lýtur að stjórnsýslu og eftirliti lauk í desember 2021 og markaði þar með endalok innleiðingar verkefnisins. var lokið í desember 2021. Áfram var haldið með aðgerðir og að þessu sinni lutu þær einna helst að stjórnun, svo sem fullnustu græns bókhalds, undirbúningi fyrir aðgerðaráætlun skólans og fleira. Fékk skólinn mikið lof fyrir innleiðingarferlið, eða eins og það var orðið í ávarpi umhverfisstofnunar þá leit skólinn langt út fyrir hinn hefðbundna ramma Grænu skrefanna með það fyrir augum að auka sýnileika umhverfis- og loftslagsmála innan skólans og valdefla nemendur um leið.
Grænfáni
Þess má geta að Flensborgarskólinn hóf í upphafi ársins 2020 þátttöku í verkefni Grænfánans á vegum Landverndar. Fáninn var dreginn við hún í fyrsta sinn þann 1. desember sama ár. Þetta verkefni styður við Grænu skrefin og hefur sameinað ólíkar nálganir nemendahóps og starfsmanna. Nýtt umhverfismerki skólans var einnig kynnt á sal í mars 2022 en blásið var til samkeppni á vegum umhverfisnefndar um merkið meðal nemenda. 25 nemendur tóku þátt í keppninni og skiluðu inn um 50 áhugaverðum tillögum. Það var tillaga Söru Jósafatsdóttur sem bar sigur úr býtum en hennar hugmynd þótti bæði stílhrein, listræn og vel lýsandi fyrir umhverfisstefnu skólans.