Nemendaþjónusta

Náms- og starfsráðgjafar

Við Flensborgarskólann starfa tveir náms- og starfsráðgjafar.

Aðsetur þeirra er á 1. hæð í Hamri. Hægt er að panta tíma með því að koma við á skrifstofum þeirra eða með því að bóka tíma.

Hlutverk námsráðgjafa Flensborgarskólans er að standa vörð um velferð nemenda og vera málsvari þeirra innan skólans. Nemendur geta leitað til námsráðgjafa í trúnaði. Námsráðgjafar eru til staðar fyrir nemendur og eru tilbúnir til að leiðbeina þeim í öllum þeim málum sem geta haft áhrif á námsframvindu þeirra.

Námsráðgjafi aðstoðar nemendur við að finna sínar eigin lausnir í þeim málum er hamla þeim í námi.

Það er eitt af markmiðum námsráðgjafa að samstarf heimilis og skóla sé sem öflugast þannig að hægt sé að vinna saman að velferð nemenda.

Námsráðgjafarnir eru til viðtals alla virka daga frá 9:00 til 15:00. 

Tímabókanir

 Nemenda- og kennsluráðgjafi

Rannveig Klara nemenda- og kennsluráðgjafi skólans sér um að halda utan um greiningar og sérúrræði í námi. Skrifstofa hennar er í Brekku, 2. hæð á móti stofu B204.

Viðtalstímar Rannveigar eru á miðvikudögum og fimmtudögum, eða eftir samkomulagi.

 

Tímabókanir

 

 Sálfræðiþjónusta

 Hjúkrunarfræðingur

 Umsjón